Morgunn - 01.06.1957, Qupperneq 47
Fjarskyggni
Guðrúnar Jörundsdóttur á Hafnarhólmi
★
Guðrún var fædd að Hafnarhólmi í Strandasýslu árið
1858, var að lokum í Reykjavík og andaðist þar rúmlega
níræð. Foreldrar hennar voru hjónin Guðbjörg Jónsdóttir
Sigurðssonar, Dýrafjarðarklerks, og Jörundur Gíslason
hins auðga í Bæ á Selströnd. Hún var blind á efri árum,
en sýnir sá hún einnig eftir að hún var blind orðin.
Verður hér stuttlega sagt frá atburðum, er leiddu til
þess, að ein af sýnum hennar þótti merkileg, svo að veru-
leg athygli var veitt.
Stefán hét maður Stefánsson, bóndi að Hrófbergi í
Steingrímsfirði. Hann gerði út hákarlaskip, sem þá var
siðvenja stærri bænda á Ströndum, og var sjálfur for-
maður fyrir skipi sínu. Á hafísárunum 1882—84 var það
einhverju sinni, að Stefán var í hákarlalegu djúpt norður
af Gjögri. Dreif þá að hafís svo mikinn, að skipið festist
í ísnum. Gengu skipverjar allir upp á ísinn, að boði Stef-
áns, og var síðan ýmislegt lauslegt tekið úr skipinu, svo
sem matur og nokkuð af veiðarfærum. Ennfremur segl,
ef tjalda þyrfti og umbúast á ísnum. Þetta var að vorlagi,
veður gott, en kalt. Stefán kvað einsætt að nota góða
veðrið og skyggnast um, ef vera mætti að þeir félagar
mættu bjargast í land á ísnum. Hafísinn dreif hratt inn
flóann og þéttist sífellt. Þegar kom inn undir Eyjar, sáu
skipverjar sér færi á að komast til lands. Geldí þeim það
vel og farsællega. Þáðu þeir hinar beztu viðtökur hjá Lopti
bónda Bjarnasyni í Eyjum.
Meðan Stefán og þeir félagar voru í Eyjum, greiddist