Morgunn - 01.06.1957, Side 52
46
MORGUNN
við mig-. Dr. Johnson er nú starfandi við háskólann í Mel-
bourne. Þeir höfðu komið ether-flöskunni og áhöldum sín-
um fyrir á borði örlítið bak við mig og til hliðar, en þannig
að ég sá þau ekki í stellingum þeim, er ég var í.
Þegar ég hafði andað ether-gufunni að mér um stund,
fann ég að ég var farinn að brjótast um, en ég vildi halda
mér rólegum og von bráðar missti ég meðvitund með öllu.
Þegar ég kom til sjálfs mín stóð ég úti í horni á lækn-
ingastofunni, rétt hjá dyrunum. Hjá mér -stóðu karl og
kona og þekkti ég þau bæði þegar, stúlkan í nunnubún-
ingnum var hin sama og ég hafði séð í draumi mínum, en
með henni var læknirinn, sem ég hafði þá einnig séð,
munurinn var aðeins sá, að nú var mig ekki að dreyma.
Ég litaðist um í herberginu. Veggir þess voru orðnir
gagnsæir, ég sá í gegnum þá og eins lokuðu dyrnar. Ég
sá vitundarvana líkama minn liggja á skurðarborðinu,
færði mig nú nær því og horfði á aðgerðina. Hvorugur
læknanna vissi hið minnsta um, hvernig högum mínum
var háttað.
Draumkona mín kom nú til mín og sagði: Þú hefðir
aldrei átt að láta svæfa þig svona mikið. Þú ert með
„mitral regurgitation“, lokugalla, við vöruðum þig við
þessu. Já, ég skil þetta nú, sagði ég, en Dr. Bender kvað
ekkert vera að hjartanu í mér. Já, okkur er vel kunnugt
um þetta svaraði hún. Við sendum þig til hans, af því að
hann er gæddur sérstaklega mikilli lífsorku, og með því
að nota okkur hana hefur reynzt mögulegt að halda þér
lifandi. Hjartagalli þinn er dulinn. Við höfðum vonað að
hann myndi finna hann, en jafnvel þó að þú hefðir farið
til sérfræðings, er vafasamt að hann hefði fundið hann,
nema því aðeins að hann hefði grunað þetta og beinlínis
gert sér far um að leita að honum. Jæja, þú ert nú stadd-
ur hjá okkur, handan við landamæri jarðlífsins, mynduð
þið segja, og við erum engan veginn viss um að þér reyn-
izt unnt að hverfa til baka, en ef þig langar í raun og
veru til þess, getur þú beðið hérna.