Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 54

Morgunn - 01.06.1957, Page 54
48 MOEGUNN Eftir að ég hafði sagt við sjálfan mig: „Ég vil snúa aft- ur“, hélt ég inn í ganginn. Ég sá örlítið ljós blika í hin- um enda gangsins og ég beitti allri hugsanlegri orku til þess að komast til þess, en samtímis fann ég hvernig skuggarnir þutu fram hjá mér. Mér virtist langur tími líða unz ég náði til litla Ijóssins í enda gangsins, en um leið og ég náði til þess vaknaði ég til meðvitundar í jarð- neskum líkama mínum. Ég lá rúmfastur í nokkra daga á eftir, en einu sinni, þegar Dr. Bender vitjaði mín, notaði ég tækifærið til að segja honum frá hvers ég hefði orðið áskynja meðan ég dvaldi utan við jarðneskan líkama minn. Hann viður- kenndi, að allt hefði gerzt eins og ég sagði honum að ég hafði skynjað það, meðan ég dvaldi utan við jarðneskan líkama minn með fullri meðvitund. Síðar fékk ég hann til þess að staðfesta þetta með umsögn sinni. Meðan ég dvaldi utan við jarðneskan líkama minn var ég algerlega rólegur og áhyggjulaus. Ég var sannfærður um að mér væri algerlega í sjálfsvald sett, hvort ég kysi, að dvelja áfram í andaheiminum eða hverfa aftur til jarð- lífsins. Ég hefði getað dvalið áfram í andaheiminum án þess að ósk mín um að gera svo hefði valdið mér nokkr- um vandræðum. Fáum dögum eftir aðgerðina minnti kona mín mig á draum sinn. Hún sagði mér, að er hún kom inn í herberg- ið rétt eftir að læknarnir höfðu lokið verkum sínum, hefði hún séð mig liggja nákvæmlega í sömu stellingum og hún hafði séð mig í draumnum. Blóðugi þríhyrn- ingurinn, sem hún hafði séð á kinn mér og hafði valdið henni svo mikilli undrun í draumnum, stafaði af blóðrák í hvíta dúknum, sem hafði legið upp við kinn mér og myndaði þríhyrning. Nokkrum mánuðum síðar lét ég nafnkunnan sérfræð- ing í hjartasjúkdómum rannsaka mig. Hann sagði mér, að flipi af öðru lungablaðinu lægi yfir nokkrum hluta hjartans, svo að slög þess sæust ekki. Þetta staðfesti að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.