Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 56

Morgunn - 01.06.1957, Page 56
Friedrich Nietzsche var einn langfrægasti heimspekingur 19. aldarinnar (1844 —1900). Vafasamt er að nokkurt heimspekirit samtíðar hans hafi haft önnur eins áhrif og höfuðrit hans: Also Sprach Zarathustra, og áhrif hans eru geysimikil enn. Til hans sóttu fræðilegir frömuðir þýzka nazismans margar meginhugmyndir sínar, en Nietzstíhe hefir einnig haft áhrif á margar aðrar og æði óskyldar stefnur. Menn deilir að sjálfsögðu mjög á um kenningar hans, andkristnar hug- myndir og mikla bölsýni, sem næsta óheillavænleg áhrif hafa haft á hugsunarhátt margra á Vesturlöndum. En um hitt verður ekki deilt, að hann var afburða vitmaður. Hann var geðveikur hin síðari árin og andaðist meira en sadd- ur lífdaga. Fáum mánuðum eftir andlát föður síns dreymdi Nietz- stíhe — þá 6 ára gamlan — þennan draum: „Frá kirkjunni þóttist ég heyra leikið á orgelið eins og við útför. Er ég leit þangað, til að sjá, hvað um væri að vera, sá ég skyndilega eina gröfina í garðinum opnast og upp úr gröfinni stíga föður minn klæddan líkklæðum. Hann hleypur inn í kirkjuna og kemur þaðan að vörmu spori aftur með smábarn á handleggnum. Þá opnast gröf- in enn á ný, hann stígur niður í hana og þá lokast gröfin. Þá þagnaði hinn sterki organhljómur frá kirkjunni, og ég vakna. Morguninn eftir sagði ég blessaðri móður minni draum- inn. Skömmu síðar varð Jósep litli — yngsti bróðir Nietz- sche — skyndilega veikur, fékk krampa og var látinn inn- an fárra klukkustunda. Sorg okkar var óskapleg, en draum- ur minn rættist bókstaflega, því að litla líkið var lagt í faðm föður míns. Þetta gerðist í janúarlok árið 1850“. J. A. þýddi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.