Morgunn - 01.06.1957, Blaðsíða 56
Friedrich Nietzsche
var einn langfrægasti heimspekingur 19. aldarinnar (1844
—1900). Vafasamt er að nokkurt heimspekirit samtíðar
hans hafi haft önnur eins áhrif og höfuðrit hans: Also
Sprach Zarathustra, og áhrif hans eru geysimikil enn. Til
hans sóttu fræðilegir frömuðir þýzka nazismans margar
meginhugmyndir sínar, en Nietzstíhe hefir einnig haft
áhrif á margar aðrar og æði óskyldar stefnur. Menn deilir
að sjálfsögðu mjög á um kenningar hans, andkristnar hug-
myndir og mikla bölsýni, sem næsta óheillavænleg áhrif
hafa haft á hugsunarhátt margra á Vesturlöndum. En um
hitt verður ekki deilt, að hann var afburða vitmaður. Hann
var geðveikur hin síðari árin og andaðist meira en sadd-
ur lífdaga.
Fáum mánuðum eftir andlát föður síns dreymdi Nietz-
stíhe — þá 6 ára gamlan — þennan draum:
„Frá kirkjunni þóttist ég heyra leikið á orgelið eins og
við útför. Er ég leit þangað, til að sjá, hvað um væri að
vera, sá ég skyndilega eina gröfina í garðinum opnast
og upp úr gröfinni stíga föður minn klæddan líkklæðum.
Hann hleypur inn í kirkjuna og kemur þaðan að vörmu
spori aftur með smábarn á handleggnum. Þá opnast gröf-
in enn á ný, hann stígur niður í hana og þá lokast gröfin.
Þá þagnaði hinn sterki organhljómur frá kirkjunni, og
ég vakna.
Morguninn eftir sagði ég blessaðri móður minni draum-
inn. Skömmu síðar varð Jósep litli — yngsti bróðir Nietz-
sche — skyndilega veikur, fékk krampa og var látinn inn-
an fárra klukkustunda. Sorg okkar var óskapleg, en draum-
ur minn rættist bókstaflega, því að litla líkið var lagt í
faðm föður míns. Þetta gerðist í janúarlok árið 1850“.
J. A. þýddi.