Morgunn - 01.06.1957, Side 57
Staða kristindómsins meðal
trúarbragðanna
Háskólafyrirlestur eftir
próf. D. Dr. Friedrich Heiler
Jón Auðuns þýddi
★
Á liðnum vetri kom hingað til Reykjavíkur einn víð-
kunnasti og lærðasti trúarbragðasögufræðingur, sem nú
er uppi, próf. dr. phil. dr. theol. Friedrich Heiler, há-
skólakennari í Marburg í Þýzkalandi. Var hann á heim-
leið frá Bandaríkjunum, þar sem hann hafði flutt fyrir-
lestra við nokkra háskóla. Guðfræðideild háskóla íslands
sætti því tækifæri að fá hann til að flytja tvo fyrir-
lestra um samanburð trúarbragða, sem er sérgrein hans.
Próf. Heiler, sem var kennari minn, er ég dvaldist við
nám í háskólanum í Marburg 1929—30, og mikill vinur
jafnan síðan, skildi fyrirlestrana eftir hjá mér. Ég
þýddi þá og flutti í útvarp á þessum vetri. En þegar
eftir flutning þeirra bárust mér eindregin tilmæli úr
mörgum áttum um að láta prenta þá. Með leyfi höf.
birtir MORGUNN þessa afar fróðlegu fyrirlestra hins
víðkunna lærdómsmanns. Vegna útvarpsins varð ég
raunar að stytta fyrirlestrana nokkuð, en ég reyndi að
gæta þess, að meginmáli yrði hvergi haggað.
Jón Auðuns.
Við þeim, er gengur inn í hina risavöxnu dómkirkju í
Siena, sem var þó upprunalega hugsuð enn stærri, blasir
óvenjuleg sjón: á steingólfið eru dregnar meistarahendi
myndir heiðinna fornaldarmanna og kvenna, myndir lög-
gjafanna, heimspekinganna, spákvennanna. Listamaður-
inn, sem reisti þennan volduga helgidóm, leit á þessa fornu