Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 58

Morgunn - 01.06.1957, Page 58
52 MORGUNN heiðingja sem óhjákvæmilega steina í hinni miklu alls- herjarbyggingu kristinnar kirkju. Svo litu þeir einnig á, Michaelangelo og Rafael. I lista- verkum sínum setja þeir hinar heiðnu völvur, sibyllurn- ar, við hlið spámanna hins gamla sáttmála. Og löngu fyrr en þeir höfðu listamenn grísk-kaþólsku kirkjunnar mál- að grísku spekingana 'heiðnu, Sófokles og Euripides, á helgimyndir sínar við hlið hinna tilbeiðsluverðu dýrlinga kirkjunnar. Trúmönnum miðaldanna var eiginlegt að skoða heiðnu spekingana og sjáendurna sem kyndilbera guðlegi’- ar opinberunar. Og þeir túlkuðu beinlínis í list sinni skoð- anir hinna miklu kristnu lærdómsmanna og kirkjufeðra. Höfundur Postulasögunnar sér samhengið milli hinnar kristilegu predikunar og forkristilegrar guðsopinberunar. Hann sýnir oss Pál postula standa frammi fyrir altari sem hinum ókunna guði var helgað á Aresarhæð í Aþenu- borg, vitna í orð eins af heiðnu spekingunum um að mann- kynið sé „guðs ættar“ og segja við hina heiðnu tilheyr- endur: „Það, sem þér nú dýrkið óafvitandi, það boða ég yður“. Blóðvotturinn og heimspekingurinn Justíníus, snemma á 2. öld, orðar jafnvel enn skýrar sannfæringu sína um að innra samhengi sé milli hinnar forkristilegu guðsopin- berunar og guðsopinberunar þeirrar, sem Ntm. flytur. Hann segir: „Allir þeir, sem hafa lifað með Logosi, með Kristi fyrir holdtekju hans, eru kristnir, jafnvel þótt þeir séu álitnir guðleysingjar, eins og Sókrates og Heraklitos. Allt hið góða, sem heimspekingar og löggjafar fyrir fæð- ingu Krists hafa fundið, hafa þeir fundið fyrir hjálp Logosar, Kristsandans. Hinn mikli kristni Alexandríuspekingur, Clemens, sem dó í byrjun 2. aldar, sá í hinum andlega heimi heiðninn- ar „gneista frá Logosi“. Hann leit á platónsku heimspek- ina sem „gjöf Guðs til Grikkja", já, eins og forskóla til Krists, og grísku spekina fyrir Grikki eins og lögmálið fyrir Gyðinga, sem leiðtoga til Krists.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.