Morgunn - 01.06.1957, Síða 60
54
MORGUNN
arbrögðin, þannig að það, sem kallað sé sannleikur í ein-
um trúarbrögðum, sé kallað lygi í öðrum.
Þótt aðrir grísku kirkjufeðranna hafi ekki gengið eins
langt í að viðurkenna heiðnu trúarbrögðin og þessi glæsi-
legasti þeirra allra, Origenes, voru margir þeirra þakk-
látir lærisveinar forngrísku spekinganna. Basilius kallaði
heiðnu bókmenntirnar forsal heil. Ritningar.
Hinn mikilhæfasti allra kirkjufeðranna, heil. Ágústín-
us, var eins sannfærður og nokkur annar hefir verið, um
hið sameiginlega í guðsopinberun allra alda. Hann segir:
„Á öllum öldum hefir Guð opinberað sig fyrir munn spá-
manna með misjafnlega ljósum hætti, eins og hann sá
hverjum tíma hentast. Aldrei hefir skort menn, sem trúðu
á hann, einnig áður en hann gjörðist sjálfur maður. Það
sem vér köllum nú kristna trú, var til fyrir ævalöngu, frá
upphafi mannkyns, en eftir að Kristur kom í holdi nefnd-
ist hin sanna trú, sem áður var fyrir hendi, kristin trú“.
Þegar vér þekkjum þessar skoðanir heil. Ágústínusar, get-
ur oss ekki undrað hin mikla lotning, sem hann bar fyrir
Plátó og Plótínusi. Hann taldi aðeins þurfa að breyta fá-
einum setningum í ritum þeirra, og þá mætti kalla þá
kristna menn.
Skólaspeki miðaldanna 'hélt áfram þessu háa mati á
guðlegri opinberun meðal þjóðanna fyrir daga Krists.
Abelard, d. 1142 taldi skáldskap og heimspeki heiðna forn-
aldarheimsins geyma hina forkristilegu guðsopinberun á
sama hátt og Gltm. og staðhæfir, að spámenn og kristnir
postular hafi þegið margt að láni frá grísku spekinni.
Hann leit svo á, að mestu hugsuðir gríska og rómverska
fornaldarheimsins hefðu verið fyrirrennarar fagnaðarer-
indisins, sannkristnir menn fyrir fæðingu Krists. Hann
taldi kristindóminn jafngamlan veröldinni, aðeins nafnið
nýtt.
Sjálfur meistari skólaspekinnar, Tómas Aquinas, sagði,
að ekki aðeins almenn skynsemisannindi, heldur einnig