Morgunn - 01.06.1957, Side 62
56
MORGUNN
finna samhengið milli hinnar kristilegu hjálpræðiskenn-
ingar og hins forna trúararfs, sem fyrir hendi var í þess-
um löndum, er þeir komu þangað með kristniboð sitt.
Á 19. öldinni var það sjálfur John Henry Newman, síð-
ar kardínáli, sem hélt fram víðsýnni afstöðu kirkjunnar
til sannleikans í öðrum trúarbrögðum, og dæmi hans fylgdu
tveir merkisberar frjálslyndu stefnunnar innan rómversku
kirkjunnar um aldamótin síðustu. Með fögnuði kváðust
þeir sjá hinn sannkaþólska anda einmitt í því að viður-
kenna og virða ljós guðlegrar opinberunar í ekki-kristn-
um trúarbrögðum. Þessir menn voru þeir George Tyrrell
og hinn víðkunni kaþólski rithöfundur, barón Friedrich
v. Hiigel. Ýmsir rómversk-kaþólskir rithöfundar og guð-
fræðingar hafa síðan haldið sömu hugmyndum fram.
Þessi sannkaþólski skilningur á andlegum heimi utan
kristindómsins, kaþólski í hinni upprunalegu merking:
sem nær yfir allt, spennir yfir allt, hefir raunar þrásinnis
orðið að víkja fyrir þeirri þröngsýnu hugmynd, að í heiðna
heiminum sé um eintómt myrkur að ræða, villu og synd.
Jafnvel hinir glæsilegustu meðal kirkjufeðranna gömlu,
eins og þeir Justín, Ágústínus og Tómas Aquinas, sem áð-
ur voru nefndir, létu einnig eftir sig mjög niðrandi um-
mæli um heiðingdóminn. Hið ómótmælanlega samræmi,
sem víða er milli heiðinna og kristinna trúarhugmynda og
kenninga hafa menn reynt að draga fjöður yfir með því
að skýra það ýmist sem ritstuld heiðinna manna eða stæl-
ingar af hendi illra anda. Því hefir eindregið verið haldið
fram, að heiðingjar væru útilokaðir frá eilífri sælu. Jafn-
vel sjálfur Dante, sem þiggur leiðsögn af heiðnu skáldi
um helvíti og hreinsunareldinn, í sínu heimsfræga riti
Divina Comedia, skipar göfugum heiðingjum eins og Ari-
stótelesi til sætis í einum af forsölum Vítis. Hinn víð-
skyggni kaþólski trúboði meðal múhameðsmanna, Rai-
mundus Lullus, var sannfærður um, að allir áhangendur
íslams — múhameðstrúar — væru dæmdir til eilífra vítis-
kvala. Kirkjuþingið í Florenz lýsti yfir því, að Gyðingar