Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 65

Morgunn - 01.06.1957, Page 65
MORGUNN 59 þessi: „Fúslega veitum vér viðtöku sannleikanum, sem heiðingjar hafa flutt, með því að vér vitum, að allur sann- leikur er kominn frá Guði, hverjum sem hann kann að hafa verið opinberaður". 1 trúarlærdómi, sem Zwingli reit fyrir Franz Fi’akkakonung, segir hann konunginum, að í himnaríki muni hann finna, auk kristinna manna og Gyð- inga, marga göfuga og vitra heiðingja, sem hann nafn- greinir, og hann bætir við: „í stutt máli: frá upphafi heims hefir enginn ágætur maður lifað, né mun heldur til endaloka heims nokkur maður með heilögu hugarfari og trúuðu hjarta lifa, svo að þú sjáir hann ekki á sínum tíma hjá Guði“. Fyrirlitning Lúters og Kalvíns á heiðna heiminum hlaut fjölmarga fylgjendur innan mótmælendakirknanna, en svo gerði einnig virðing og kærleikur Zwinglis. Spíritúalistar 16.—17. aldarinnar gengu feti framar. Þeir kenndu, að þótt heiðnir fornaldarmenn hafi ekki þekkt hinn jarðneska, sögulega Jesúm, hafi hinn eilífi Kristur, yfir allar takmarkanir tímans hafinn, opinberað sig þeim. Sebastian Franck kenndi, að Plató og Plótín, Her- mes, Ciceró og Seneca væru leiðtogar til Guðs á sama hátt og höfundar Gltm., og hann sagði: „í ljósi guðs- orðs, sem gróðursett er í mannssálina hafa allir hinir upplýstu heiðingjar gengið, og Plató og Plótín hafa ritað ljósar um Krist en Móses gerði“. Hann skoðar sjálfan sig í samfélagi hinnar einu heilögu kirkju, Una Sancta, sem nær yfir allan heim, einnig heiðna heiminn. Þessa víðfeðmu alheimshyggju, universalismus, hefir kvekarinn Robert Barclay túlkað fagurlega og rökstutt með þessum orðum: „Opinberun Guðs hefir ævinlega ver- ið hin sama . . . og markmið trúarinnar ævinlega eitt: sá Guð, sem talar í oss. Hann hefir gefið sérhverjum manni einhvern mæli síns ljóss, anda síns. Sérhver, sem veitir þessu ljósi viðtöku, öðlast sæluna, jafnvel þótt hann hafi aldrei heyrt talað um þjáningar og dauða Krists. Og þetta Ijós er engan veginn náttúrlegur hluti af sjálfum oss,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.