Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Page 73

Morgunn - 01.06.1957, Page 73
MORGUNN 67 urinn fyrir gagngerum áhrifum frá launhelgatrúnaðinum gríska. Hann lítur á kristindóminn sem hreina frumsköp- um Jesú frá Nasaret, þótt hann sé hins vegar sannfærð- ur um, að mjög snemma hafi sérkenni kristindómsins glatazt því nær með öllu. 1 rauninni þekkir hann aðeins brot hinna austrænu trúarbragða, þessum molum teflir hann fram gegn hinni hreinu guðstrú Jesú og gerir sig þannig sekan um að búa til einfalda mynd af því geysi- lega fjölbreytta og flókna fyrirbrigði, sem kristindómur- inn raunverulega er. I taóismanum kínverska og búddha- dómi sér hann ekkert annað en óvirka heimsskoðun, sem leiði beint til ýtrustu lífsafneitunar og heimsflótta. Hann gengur fram hjá þeirri staðreynd, að á hinu mikla úr- slitaaugnabliki stóðst Búddha þá freistingu, að hverfa sjálfur inn í hið óvirka líf í kyrrð sálarfriðarins, en fórn- aði þessu eftirsóknarverðasta 'hnossi af kærleika til mann- anna, og kaus af fúsum vilja að flytja heimi öllum,. öll- um verum, hina dulrænu lausnarþekkingu, sem hann hafði sjálfur öðlazt. Upp af þessari fórn Búddha og fórnarstarfi hans til lausnar alheiminum er hugsjón 'hins miskunnsama bhodis- attva sprottin, sem er æðsta hugsjón mahayanamúnksins og grunntónninn í helgasta heitinu, sem hann vinnur: að fórna eigin endurlausn sinni og sælu til þess að aðrir menn, allir menn, allar verur, megi finna endurlausn. Schweitzer kemur ekki auga á það, að fórnarvilji Búddha til að endurleysa allar verur, er í innsta eðli sínu í fyllsta samræmi við guðsríkishugsjón Jesú. Á sama hátt dylst honum það, að Laotse er ekki neinn óvirkur rósemi-dul- sinni, því að til grundvallar lífshugsjón hans, wu-wei, liggur hið eldmóðuga, siðræna kærleikslíf. Hann gengur fram hjá því, að eins og spámaðurinn Jeremía, sem út- skúfað var af þjóð sinni, og guðssonurinn, sem einmana og yfirgefinn af Guði dó á krossi, svo var Laotse alger- lega misskilinn af samtíð sinni og hrakinn í útlegð. Þótt rit Alberts Schweitzers, Saga rannsóknanna á
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.