Morgunn - 01.06.1957, Side 74
68
MORG UNN
ævi Jesú, hafi haft svo mikil áhrif á mig fyrir 40 ár-
um, að síðan hefi ég verið hiklaus verjandi þeirra skoð-
ana hans, að guðsríkispredikun Jesú sé grundvölluð á trú
hans á nálæg heimsslit, nálægan heimsendi, er ég í sterk-
ustu andstöðu við dóma hans um trúarbrögð Asíu. Grund-
vallarhugsun hans, eins og margra annarra mótmælenda
og siðbótarhöfundanna sjálfra, er sú, að kristindómurinn
sé algerlega einangruð, einstætt og sérstætt fyrirbrigði,
án nokkurs samhengis við önnur trúarbrögð, og þess vegna
getur hann heldur ekki viðurkennt skyldleika kristindóms-
ins, í innsta grunni, við önnur trúarbrögð, og ekki hinn
eina Krist sem hinn eilífa Logos, Orðið, sem var frá upp-
hafi og upplýsir sérhvern mann.
* * *
Til að átta sig á stöðu kristindómsins meðal heimstrú-
arbragðanna er nauðsynlegt að fylgja línum hinnar sann-
kaþólsku og frjáls-pótestantísku arfleifðar og færa sér í
nyt til hins ýtrasta alla þekkingu nútíma trúarbragðavís-
inda. Oss er höfuðnauðsyn hinnar síendurnýjuðu, fullkom-
lega frjálsu rannsóknar á öllum trúarheimi kristninnar,
ekki einlhverjum brotum hans, sem rifin eru úr samhengi,
— og rannsóknar, sem gersamlega er óháð trúfræðilegum
kennisetningum.
Slík rannsókn leiðir nokkur þýðingarmikil atriði í ljós.
/ fyrsta lagi þetta: Er vér helgum heiðnu trúarbrögð-
unum alvarlega rannsókn, er undrunin það fyrsta, sem í
hug vorum vaknar, undrunin yfir hinni ótrúlegu auðlegð
þeirra. Hið gamla orðtak, að undrunin sé upphaf heim-
spekinnar, má heimfæra til trúarbragðavísindanna. Fyrir
oss verður óþrotleg fjölbreytni trúarhugmynda, helgisiða,
goðsagna, guðfræðikerfa, og umfram allt: óþrotleg fjöl-
breytni raunverulegrar trúarreynslu og siðrænna og þjóð-
félagslegra verðmæta, sem trúarlífið hefir fætt af sér.
Og undrunin yfir fjölbreytninni hlýtur einnig að vekja
þakkargjörð fyrir ríkdóm guðlegrar opinberunar. Jakob
j