Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Side 75

Morgunn - 01.06.1957, Side 75
MORGUNN 69 Wilhelm Hauer sagði: „Trúarbragðasagan vekur oss heil- aga undrun, sterka tilfinningu fyrir dýpt og dýrð hins andlega alheims, fyrir óendanlegri og óþrotlegri auðlegð hins skapandi Guðs anda, sem opinberar sjálfan sig í þúsund myndum“. Enn þýðingarmeira er hiö annaö, sem lýkst upp fyrir þeim, er leggur stund á rannsókn og samanburð trúar- bragðanna, en það er einingin að baki allra trúarbragða. Schleiermacher sagði: „Eftir því sem þér sökkvið yður dýpra niður í trúarbragðanámið, verður yður auðsærra það, að trúarheimurinn er allur ein órofa heild . . . Marg- víslegir menn, margvíslega trúaðir, en eitt band umlykur þá alla“. Á líkan hátt segir kaþólski heimspekingurinn Joseph Görres: „Einn guðdómur aðeins er starfandi í al- heiminum, ein trú ræður þar ríkjum, ein þjónusta, eitt lögmál, ein biblía í öllum biblíum. Allir spámenn eru einn spámaður, af einni uppsprettu hafa þeir ausið, eitt tungu- mál hafa þeir talað, þótt mállýzkurnar séu margar“. Trúarbragðavísindin eru að gjöra oss þessa innri ein- ingu ljósari. Bæði hin ytri fyrirbæri trúarlífsins (helgi- athafnir, orð, helgir hlutir, helgirit, o. s. frv.), og hinn innri hugmyndaheimur þess (Guð, sköpun, opinberun, end- urlausn, annað líf), svo og reynsluheimur sálarinnar (mis- munandi tegundir trúrænnar reynslu og reynsla um sál- ræn fyrirbæri), allt er þetta í rótinni eitt og hið sama í öll- um trúarbrögðum. Hin háfleygasta guðrækni, hin háleit- asta dulúð, mýstík, hin máttugasta spámannleg trú, öll mæla þau, án þess þeim sé það ljóst, á máli hinnar frum- stæðu töfratrúar, sem túlkar veruleikann með sínum ófullkomnu myndum. Þá verður oss það í þriöja lagi ljóst, að einn hlekkur þessarar órjúfandi keðju er kristindómurinn, að í þessari miklu einingu á hann einnig heima. Trúarbragðavísindin sýna oss, að það er blekking, og annað ekki, að skoða kristindóminn sem einangrað fyrirbæri og rífa hann úr því samhengi sem hann stendur í við allsherjar trúararf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.