Morgunn - 01.06.1957, Page 77
MORGUNN
71
„Ég er syndug og veik og má í engu treysta sjálfri mér.
Alla von mína set ég á Búddha-Amida. Vegna þjáninga
mannanna og synda íklæddist Amida-Búddha holdi og
kom til jarðarinnar til þess að frelsa þá. Við kærleiks-
þjáningar hans er von mín og von alheimsins bundin.
Hann gekk undir mannleg kjör til þess að leysa mennina
og engin hjálp er í öðrum en honum. Hann vakir eilíf-
lega yfir öllum, sem trúa á hann, og hjálpar þeim. Mér
liggur ekki á að deyja, og þó er ég reiðubúin, hvenær sem
kallið kemur, og ég hugga mig við það, að fyrir náðar-
hjálp Amida Búddha veitist mér að ganga inn í hið kom-
anda líf“.
Setjið nafn Krists í stað nafns Búddha, og engum mun
koma til hugar að þetta sé ekki-kristileg játning. Eins er
um þessa bæn Devandranath Tagores, föður skáldspek-
ingsins mikla. Hún er þrungin anda hreinnar biblíulegr-
ar og evangelískrar guðrækni: „Ó, hæsti herra, vér kom-
um til þín, ekki hróðugir af eigin mætti vorum, heldur
með auðmjúku og lítillátu hjarta, því að þú munt gefa oss
mátt og hefja oss upp. Ekki nálgumst vér þig sem heil-
agir menn, heldur sem syndarar, svo að þú megir frelsa
oss frá illu, bjarga oss frá breiskleika og fávizku. Flekk-
aðir óhreinleika komum vér til þín, svo að þú megir afmá
brot vor og fylla 'hjarta vort anda heilagleika og rétt-
lætis. Ef þú hjálpar ekki, erum vér einskis megnugir.
Þess vegna biðjum vér um daglega hjálp þína. Þú, sem
ávallt er fullur miskunnsemi, vernda oss og gef, að ekkert
megni að skilja oss frá þér“.
Þessar hliðstæður í heiðnum trúarbrögðum við kristin-
dóm geta þeir menn hvorki skilið né skýrt, er líta á krist-
indóminn sem einangi-að fyrirbæri, óskyldan öðrum trú-
arbrögðum og af annarri rót en þau, og þessar hliðstæð-
ur verða stöðugt á vegi þess manns, sem leggur stund á
trúarbragðafræði, ekki aðeins í hinum háþroskuðu trúar-
brögðum Asíu, heldur einnig í mörgum ævafornum og
frumstæðum trúarbrögðum. Charles Depuis, sem skyggnd-
L