Morgunn - 01.06.1957, Side 78
72
MORGUNN
ist djúpt inn í trúarheiminn utan kristninnar, segir í
höfuðriti sínu: „Kristnir menn eiga ekkert, sem þér geta
kallað algera séreign sína, 'hvorki í trúarleyndardómum
né guðfræði, jafnvel ekki í trúariðkunum sínum, helgi-
athöfnum og hátíðum".
En það er ekki unnt að nema staðar við þetta. Ekki-
kristnu trúarbrögðin búa ekki aðeins yfir hliðstæðum við
kristinn dóm, í þeim finnum vér uppruna margra kristi-
legra hugmynda og guðrækniforma.
* * *
Það verður ekki lengur um það deilt, að eftir að tím-
um Ritningarinnar lauk, lét kristindómurinn falla í far-
veg sinn fjölmarga læki frá frumspeki, siðfræði, laun-
helgaátrúnaði og dulúð, mýstík, fornaldarinnar, já, jafn-
vel frá réttarfarshugmyndum og alþýðutrú heiðinna þjóða.
Mótmælendur núa kaþólskum mönnum stöðugt því um
nasir, að með því að taka við fjölmörgum heiðnum áhrif-
um hafi þeir spillt hinum biblíulega kristindómi. Guðfræð-
ingurinn Souverain þóttist hafa unnið þrekvirki með riti
sínu, Platonisme Devoilé, þar sem hann reynir að nema
úr guðfræði kirkjufeðranna öll platónsk áhrif og gefa
þannig mynd hins sanna biblíulega kristindóms. Samt hef-
ir það reynzt ógerlegt að draga skýrar markalínur milli
biblíulegs kristindóms og kristindómsins, sem þróaðist eft-
ir að Ritningin varð til. Trúarbragðasögufræðingar mót-
mælenda hafa sýnt fram á hið nána samband milli hinn-
ar gamlatestismenntislegu trúar og hinnar austrænu, og
samband hinnar nýjatestamenntislegu trúar við síðgyð-
ingdóminn og hina austrænu-hellenísku trúarbragðasam-
steypu. Og þeir hafa ennfremur sýnt fram á, að ræturn-
að kaþólskun kristindómsins liggja í gegnum Ntm. og
þaðan til gyðingdómsins.
Þannig má benda á hið auðsæja samband milli sköp-
unarsögu Gltm. og hinnar babýlónsku sköpunarsögu, milli
sálmakveðskapar Gyðinga og helgiljóðagerðar Babýlóníu-