Morgunn - 01.06.1957, Page 82
76
MORGUNN
að kristindómurinn sé hin eina algera, fullkomna trú, en
gegn þeirri kenningu aðhyllast margir merkisberar hindú-
ismans og súfístefnunnar í íslam þá relatívu, afstæðu
skýringartilgátu, að í öllum trúarbrögðum sé hina einu
allsherjartrú jafngilda að finna. Þannig heimfærir pers-
neski súfí-sinninn Ibn al-Gnabi þessi orð Kóransins til
allra trúarbragða: „1 hverja átt, sem þér lítið, sjáið þér
andlit Atlah, Guðs“. „Hjarta mitt er engi fyrir gasell-
urnar og klaustur fýrir kristna munka, musteri fyrir
skurðgoðin, helgistaður fyrir pílagríma íslams, heimkynni
fyrir lögmálstöflur Gyðinga og Kóran Múhameðs . . .
Svipuð er játning hins mikla heilaga manns hindúism-
ans á 19. öld, Rama-Krishna, en hann segir: „öll trúar-
brögðin hefi ég rannsakað, hindúisma, múhameðstrú og
kristindóm, og á vegum hinna margvíslegu trúflokka Ind-
lands hefi ég gengið. Ég hefi komizt að raun um, að á
þessum margvíslegu vegum eru allir að leita hins sama
Guðs . . . Eigum vér að deila um nöfnin, væri það ekki
hlægilegt?" Hin gagnmerka indverska nútímakona, frú
Sarojini, segir í fagurri líkingarmynd: „Hinum ýmsu trú-
arbrögðum má líkja við hina ýmsu liti í fögrum ópal-
steini. Þú snýr honum á eina 'hlið, og geislinn verður blár.
Þú snýr honum á aðra hlið, og rósrauður verður geislinn.
Þú snýr honum á þriðju lilið, og geislinn verður grænn
eins og grasið á enginu“. Sömu skoðunar er japanski læri-
meistarinn Genchi Kato. Við hvers annars hlið setur hann
öll þrenn höfuðtrúarbrögð Japana, kristindóm, búddhisma
og shintóisma, og vitnar síðan í japanskt skáld, sem segir:
„Eftir ýmsum götum klífa menn fjallið háa. Á hverri
einstakri götu sjá þeir einhverja sérstaka fegurð. En þeg-
ar þeir hafa loks allir náð upp á fjallsins háa, tigna tind,
leiftrar sama tindrandi tunglið þeim ölllum“.
Meðan hin austræna trúarheimspeki hneigist að skefja-
lausum relatívisma, mæna kirkjulega óháðir andlegir menn
á Vesturlöndum eftir trú framtíðarinnar, er vaxi upp úr
jarðvegi trúarbragðanna, sem fyrir hendi eru. „Að heim-
a