Morgunn


Morgunn - 01.06.1957, Side 88

Morgunn - 01.06.1957, Side 88
82 MORGUNN manna, eins og raun hefir orðið á í kristnum heimi. Þess- ari afstöðu til dýranna og lotningunni fyrir lífi þeirra veldur fyrst og fremst endurholdgunartrúin, sem einkum hefir gegnsýrt allt andlegt líf Indverja, en aðeins hlotið viðurkenningu fárra manna og hópa á Vesturlöndum. Vissulega má benda á fögur dæmi lotningarinnar fyrir lífi dýranna með kristnum mönnum, eins og Albert Schweitzer, en hún skipar ekki svipaðan sess þar og í sumum öðrum trúarbrögðum. * * * Staða kristindómsins meðal heimstrúarbragðanna mark- ast engan veginn af yfirburðum 'hans einum, og ennþá langtum síður af því, að hann einn allra trúarbragða hafi algeran sannleik að flytja. Kristindómurinn getur ekki eingöngu verið kennari þeirra, hann hefir ýmislegt af þeim að læra. Kristniboðið á ekki að vera það, að frelsa nokkr- ar 'heiðingjasálir frá vítiseldinum, heldur fólgið í því, að sýna kristindóminn á trúboðsakrinum í eins hreinni og sannri mynd og mögulegt er, eiga andleg samskipti við hin trúarbrögðin og gera með fulltrúum þeirra gagn- kvæman samanburð á verðmætunum. Nathan Söderblom erkibiskup Svía sagði: „Trúboð kristinna manna á að stefna að því, að átökin milli hinna miklu menningar- fyrirbæra mannkynsins, stórveldanna í andlegu lífi þess, verði eins djúptæk, markviss og alhliða og mögulegt er“. Slík samskipti trúarbragðanna munu fæða af sér stór- kostlega ávinninga. Fyrsti ávinningurinn af slíkum gagnkvæmum samskipt- um trúarbragðanna mun verða endurlífgun, endurnýjun og hreinsun innan trúarbragðanna allra. Við slíkan sam- anburð myndu þau, hvert um sig, læra að þekkja hið dýpsta og bezta innan eigin vébanda sinna. Til að halda velli myndu þau þá verða að taka ýmis konar umbótum. Þannig hefir kærleiksþjónusta kristniboðanna í Kína og Japan orðið búddhatrúarmönnum í báðum þeim löndum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.