Morgunn - 01.06.1957, Síða 88
82
MORGUNN
manna, eins og raun hefir orðið á í kristnum heimi. Þess-
ari afstöðu til dýranna og lotningunni fyrir lífi þeirra
veldur fyrst og fremst endurholdgunartrúin, sem einkum
hefir gegnsýrt allt andlegt líf Indverja, en aðeins hlotið
viðurkenningu fárra manna og hópa á Vesturlöndum.
Vissulega má benda á fögur dæmi lotningarinnar fyrir
lífi dýranna með kristnum mönnum, eins og Albert
Schweitzer, en hún skipar ekki svipaðan sess þar og í
sumum öðrum trúarbrögðum.
* * *
Staða kristindómsins meðal heimstrúarbragðanna mark-
ast engan veginn af yfirburðum 'hans einum, og ennþá
langtum síður af því, að hann einn allra trúarbragða hafi
algeran sannleik að flytja. Kristindómurinn getur ekki
eingöngu verið kennari þeirra, hann hefir ýmislegt af þeim
að læra. Kristniboðið á ekki að vera það, að frelsa nokkr-
ar 'heiðingjasálir frá vítiseldinum, heldur fólgið í því, að
sýna kristindóminn á trúboðsakrinum í eins hreinni og
sannri mynd og mögulegt er, eiga andleg samskipti við
hin trúarbrögðin og gera með fulltrúum þeirra gagn-
kvæman samanburð á verðmætunum. Nathan Söderblom
erkibiskup Svía sagði: „Trúboð kristinna manna á að
stefna að því, að átökin milli hinna miklu menningar-
fyrirbæra mannkynsins, stórveldanna í andlegu lífi þess,
verði eins djúptæk, markviss og alhliða og mögulegt er“.
Slík samskipti trúarbragðanna munu fæða af sér stór-
kostlega ávinninga.
Fyrsti ávinningurinn af slíkum gagnkvæmum samskipt-
um trúarbragðanna mun verða endurlífgun, endurnýjun
og hreinsun innan trúarbragðanna allra. Við slíkan sam-
anburð myndu þau, hvert um sig, læra að þekkja hið
dýpsta og bezta innan eigin vébanda sinna. Til að halda
velli myndu þau þá verða að taka ýmis konar umbótum.
Þannig hefir kærleiksþjónusta kristniboðanna í Kína og
Japan orðið búddhatrúarmönnum í báðum þeim löndum