Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Side 56

Morgunn - 01.06.1975, Side 56
54 MORGUNN og jurta er svipaðs eðlis. Þar á sér stað, í frumunum, fæðing, líf og dauði án afláts, unz heildin eða maðurinn, dýrið eða jurtin deyr. Það, sem deyr, gengur annaðhvort samstundis eða smátt og smátt yfir í hina ólífrænu náttúru. En svo getur það aftur fyrr eða siðar breytzt í efni, sem heyrir hinni lifandi náttúru til, og byggt upp jurtir eða líkami manna og dýra. Sú fruma eða sá líkami, sem dauður var, getur þvi aftur lifnað í sömu mynd eða annarri. En þetta er eigi sjálfstætt líf. Þess vegna er líf mannslikamans í sjálfu sér eigi meira virði en jurtarinnar að öðru en því, að það er í þjónustu sálar- innar. Væri því sálin dauðleg, hlyti líf mannsins að vera lítils- virði fyrir einstaklinginn. Eins og áður er sagt, byggi ég á þvi, að sálin lifi sjálfstæðu lífi eftir dauðann. En þá kemur önnur gátan, sem er litlu létt- ari viðfangs. En hún er um skiptingu mannsins. Vér sjáum mennina fæðast, lifa og deyja, en svo dregst hulan yfir eins og þoka. Með lífi á ég því við í fyrirsögn þessa kafla líkams- lífið. Lífið, sem vér finnum og skynjum. Um allan heim á öllum öldum hafa menn leitazt við að komast fyrir rætur sálar- lífsins og reynt að finna örugga tryggingu fyrir hinu andlega ódauðlega lífi sálarinnar. Má það þó furðu gegna, að þessi leit skuli eigi hafa verið enn víðtækari en átt hefir sér stað fram til vorra tíma. En þá er spumingin: Er vitundin einþætt eða margþætt? Vér höfum orðin: vitund, midirvitund, hugur, sál, andi og mörg önnur. Virðist þetta benda til, að skoðanir séu mjög á reiki í þessu efni. Enda er það eðlilegt, því að marg- sinnis er svo erfitt að skilja sig og aðra á annan hátt en að vitundin eða vitundarlifið sé fléttað af mörgum þráðum. Létt- ast væri að tala um það sem einþætt, en ég get það eigi, þvi að mér finnst það svo gagnstætt hinu rétta. Ég hefi því valið fyrirsögn þessa kafla: Líf, hugur, sál. Samt er ég óánægður með orðin, þótt ég finni eigi önnur hagfelldari. Ég hefi þegar gert grein fyrir, hvað ég meina með orðinu: Með „sál“ tákna ég hins vegar hina andlegu og ódauðlegu vem, sem álitið er, að búi í hverjum manni, meðan lífið varir. Á hinn bóginn meina ég með „hug“ hið sístarfandi afl, er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.