Morgunn


Morgunn - 01.06.1975, Page 58

Morgunn - 01.06.1975, Page 58
56 MORGUNN þreytast, lamast og henni hnigna, þá er það eigi rétt, heldur eru það þau líffæri, er standa í nánustu sambandi við hana, og því helzt geta flutt oss boð eða skynjanir frá henni. Markmið tilverunnar iilýtur að vera það, að auðga sálina að vizku og göfgi. Þess betur, sem það tekst hér í lifi, á þess hærra stig kemst sálin, og áhrif hennar á hugann fara eftir því. Og eftir að hún skilur við likamann í dauðanum, verða áhrif hennar einnig góð og farsæl, geti hún þá beitt þeim hér á jörðinni. En eigi hið gagnstæða sér stað, svo að hið illa hafi yfirráðin, verða áhrifin eftir því, hæði hér í lífi og hin- um megin. Þegar sú ályktun er dregin, að sjálfstætt lif eigi sér stað eftir dauða efnisins, virðist erfitt að skilja annað en að líf í vanalegri merkingu, hugur og sál séu sitt hvað. Ég get heldur eigi skilið annað, en að það sé mjög algengt, að mönnum veitist kostur á að finna, að þeir geti eigi skilið sjálfa sig á annan hátt, en að þeir séu fleirþættir. Ef jieir finna það eigi, þá mun það fyrir athugunarleysi eða skort á glöggri hugsun. Þrásinnis hefir mér virzt ég verða þess var i manneðlinu, bæði hjá mér og öðrum. Ég get búizt við, að sumir álíti, að þetta stafi frá dulargáfum. Eigi vil ég bera á móti, að þær séu, eins og nú stendur, sá leiðarsteinn, er bendir einna gleggst á fleirskiptingu mannsins. En ég verð að halda því fram, að ég standi þar litlu framar en almenn- ingur og langt að baki mörgum. Ég er t. d. eigi skyggn eða fjarsýnn i vöku, heyri eigi annarlegar heymir og verð eigi var við fyrirbrigði. Ég tel eigi þótt slíkt geti borið við, því að það getur talizt til hins almenna. Bygging mín og heilsa, bæði andleg og likamleg, fer að öhu sem næst hinu almenna, nema að líkindum heldur í hraustara lagi. Aldrei hef ég feng- ið óráð, og verið vel hraustur gagnvart öllum skynvillum. Að sönnu veit ég, að ég hefi verið berdreyminn fram yfir hið algenga. En þar sem ábyggilegir draumar stafa oft frá hugskeytum, þá er sennilegt, að ég sé einnig í vöku næmari fyrir þeim en almennt gerist. Þó álít ég að meiru ráði, að ég fór, af hendingu, ungur að hugsa um þetta efni, og hefi oft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.