19. júní - 19.06.1982, Síða 4
Frá ritstjóra
„Hef ég þó verið að vinna kvenmanns-
verk allt mitt Iíf? “ er haft eftir kennimanni
einum er var að láta af embætti, þegar
kona bauð sig fram til að taka við starfi
hans. í orðunum felst ekki aðeins lítils-
virðing einstaklings í garð kvenna; sjálft
orðið kvenmannsverk hefur í sér fólgna
niðrandi merkingu sem ber þess vitni
hversu lítils metin störf kvenna hafa verið
um aldaraðir fram til vorra daga. Menn-
ingararfleifð þjóðar og hugsunarháttur
aldanna varðveitist í orðfæri hennar og
stundum geta orðin ein viðhaldið úreltum
hugmyndum og fordómum.
I»að eru einmitt kvenmannsverkin sem
eru til sérstakrar umfjöllunar í blaðinu að
þessu sinni, sömu verkin og konur hafa
ævinlega innt af hendi nema hvað nú er
sumum þeirra greidd laun fyrir vinnu sína
á hinum svokallaða vinnumarkaði; aðrar
vinna kauplaust þessi sömu störf inni á
heimilum sínum. Að vísu hafa konur í
auknum mæli farið út fyrir hið hefð-
bundna umönnunar- og uppeldishlut-
verk úti í atvinnulífinu, svo sem í alls kon-
ar framleiðslu- og þjónustustörf, en það
loðir enn við að störf þeirra eru langoftast
þau sem lægst eru metin, bæði til virðing-
ar og launa. Þau eru aðeins sárafá starfs-
svið í þjóðfélaginu þar sem hægt er að tala
um fullan launajöfnuð, hvað þá svipaðan
fjölda karla og kvenna. Við blasir sú stað-
reynd að vinnumarkaðurinn er kyrfilega
skiptur í kvennastörf og karlastörf. Hér
þarf að vinna markvisst, bæði á sviði
menntunar og stjórnunar, ef einhverra
breytinga ó að vera von.
Það er ekki aðeins að konur búi við það
hlutskipti að vinna jafnan lægst launuðu
störfin í atvinnulífínu. Þær eiga einnig
mun örðugri aðgang að umræddum störf-
um ef þær hafa uppfyllt þær skyldur við
börnin sín sem fyrir aðeins einum manns-
aldri þóttu jafnsjálfsagðar og náttúrulög-
málin. Það er ekki fjarri lagi að áætla að
allflestar konur komnar yfír þrítugt hafí
varið a. m. k. nokkrum árum við skyldu-
störf þessi og því er hér ekki um einhvern
takmarkaðan hóp vinnuaflans að ræða.
Hér er stórt mál á ferðum og það krefst
stórhugs og stórra úrræða að leysa það.
Fámenn þjóð eins og við Islendingar hefur
hreinlega ekki efni á öðru en að virkja
þennan fjölmenna hóp í atvinnulífínu
með öllum tiltækum ráðum.
Annars ber ekki á öðru en að konur séu
um þessar mundir að vakna til vitundar
um gildi sinnar sérstöku reynslu, um gildi
starfa sinna, kvenmannsverkanna, jafnt
inni á heimilum og utan. Það hcfur varla
farið fram hjá neinum að kvennastéttir,
eins og fóstrur, hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar, hafa undanfarið lótið til sín
taka í launamálum og fengið hlut sinn
leiðréttan eftir allharða kjarabaráttu. Þá
hafa þau undur og stórmerki orðið ■ nýaf-
stöðnum sveitarstjórnarkosningum að
konum fjölgaði um liðlega helming meðal
kjörinna fulltrúa. Það er að sjálfsögðu
nærtækt að ætla að kvennaframboðin
norðanlands og sunnan hafi hér átt
drýgstan hlut að máli, en skyldu kvenna-
framboðin sjálf ekki cinmitt vera af-
sprengi þessarar vakningar?