19. júní - 19.06.1982, Blaðsíða 23
leikskólaplássi, en flyzt svo skyndi-
lega yf ir einn læk, og þarf þá að byrja
á nýjum biðlista. Þetta getur gert
mörgum erfitt fyrir.
Börnin út á vinnumarkað
Sp. — En slitróttur skóladagur
barna. Gerir hann ekki mörgum erfitt
fyrir líka?
Auðun: — Það vandamál þekkjum
við ekki, því að dóttir okkar hefur
samfelldan skóladag. Við höfum
sveigjanlegan vinnutíma, þannig að
bún þarf ekki að vera ein Iengur en
2—3 tíma á dag.
Þjóðbjörg: — Samfelldur skóladag-
ur er mjög fjarri öllum veruleik þar
sem ég bý. Það þarf að keyra börnin
10 km. í rútu til að fara í leikfimi og
bá 7 ára aldri eru þau send ein í
strætó til að fara í sund. Þetta skapar
mikla erfiðleika fyrir heimilið. Svona
ung börn hafa lítið tímaskyn. Þau
missa af rútunni og fara kannski í
vitlausan strætó og lenda í ókunnu
borgarhverfi. Svona býr nú sainfé-
lagið að fólki.
Jóhanna: — Það væri mjög æski-
legt, að skóladagurinn væri samfelld-
ur og börnin gætu verið búin að læra
þegar þau kæmu heim.
Auðun: — Það er ég ekki svo viss
urn. Foreldrar ættu að hafa aðstöðu
hl að fylgjast með námi barnanna. Á
sama hátt þyrftu börnin að hafa
aðstöðu til þess að fylgjast með störf-
um foreldranna, þannig að bver og
einn sé ekki í lokuðum heimi út af
lyrir sig. Þetta myndi styrkja
sarnheldni og samkennd innan fjöl-
skyldu.
Sólveig: — Dætrum mínum finnst
a.m.k. gaman að vera nteð mér í
vinnunni, en ég er svo heppin að hafa
aðstöðu til þess að taka þær stundum
með. Sutn hörn hafa hins vegar enga
hugmynd um, hvernig vinnustaður
lureldranna lítur út.
Auðun: — Ég tel ntjög æskilegt að
auka tengsl barna við atvinnulífið.
10—15 ára gömul ættu þau að kom-
ast sem mest út á vinnuntarkaðinn og
starfa með náminu.
Þjóðbjörg: — Nú vill hann fara að
set]a börnin í verksmiðjur!
Auðun: Ég á við, að smám saman
l'urfi að aðlaga börnin atvinnulífinu.
bað er asnalegt að hafa þau í skóla í
10—20 ár og svo eiga þau allt í einu
Auðun: - Börn eiga að fara út á vinnu-
markaðinn 10 ára gömul.
að fara að vinna. Þau kunna ekkert
að vinna. Þau vita ekkert um
atvinnulífið. Þau geta þess vegna lent
óvart í störfum, sem þau hafa engan
áhuga á.
Sp. — En nú hafa kontið fram
vangaveltur um, að heimilið verði í
framtíðinni hlekkur í athafnalífi, og
hafa menn m.a. hent á möguleika,
sem aukin tölvuvæðing skapar í því
sambandi.
Auðun: — Ég vil alls ekki fá
vinnuna inn á heimilið. Allra sízt
tölvu. Ég fæ nóg af henni á mínum
vinnustað.
Jóhanna: — Þetta gæti leyst ýmsan
vanda, en Iíka orðið til þess að fólk
einangraðist um of heima hjá sér.
Sólveig: — Ég held, að mér lítist
ekkert á þetta. Ilins vegar held ég að
vinnuveitendur, sem eru í flestum til-
vikum karlmenn, gætu sýnt meiri lip-
urð og sveigjanleika gagnvart starfs-
fólki, sein á ung börn. Til dæmis eru
veikindi barna ekki lögleg fjarvist
fyrir foreldra. Slík fjarvist er sums
staðar dregin frá sumarleyfi. Svo
reyna sumir atvinnurekendur að
senda konur heim ineð vinnu, ef þær
þurfa að vera heima hjá veikum
börnum. Þetta finnst mér óréttlátt.
Það er líka erfitt að einbeita sér að
vinnu með veikt barn yfir sér.
Auðun: — Foreldrar eiga að geta
verið heima, ef börnin eru veik.
Þannig er það líka víða, þar sem ég
þekki til.
Þjóðbjörg: — En ekki fá húsmæður
frí frá öðrum störfum sínum til að
sinna veiku barni. Segjmn svo, að eitt
barn í systkinahópi sé veikt og móð-
irin þurfi að vaka yfir því heila nótt.
Hún getur verið bundin af hinum
börnunum eftir sent áður næsta dag,
þótt veika barnið blundi þá stund og
stund. Ilún getur vakað í inargar
nætur og enga hvíld fengið. Þetta er
að vísu ekki svona heima hjá mér.
Við hjónin höfum skipt vökunóttum
á rnilli okkar. En það er bara ekki alls
staðar gert.
Sp. — En hvernig verður heimili
framtíðarinnar. Verður það byggt
upp af kjarnafjölskyldu eða verður
breyting á sambýlisháttum, t.d.
þannig að margar fjölskyldur búi
saman?
Jóhanna: — Ég vona að minnsta
kosti að heimilin verði áfram í þessu
hefðbundna fornti og hvíldarstaður
og sameiningartákn fyrir fjöl-
skylduna.
Auðun: — Mér lízt ekki á
kommúnubúskap neina þá við alveg
sérstakar aðstæður. Þetta sambýlis-
form getur haft í för með sér til-
finningalega togstreitu hjá börnum
og tortryggni milli samhúðaraðila. Ég
vil hafa kjarnafjölskyldu, vil að hjón-
in vinni bæði úti og skipti ineð sér
heimilisverkum. Svo vil ég hafa
vinnutímann sveigjanlegan og stytta
hann, þannig að fjölskyldufólki gefist
betri tími til að vera saman og hver
einstaklingur geti fengið að raikla sín
áhugamál í friði.
Sólveig: — Sambýli margra fjöl-
skyldna getur ugglaust haft ýmsa
kosti, t.d. inyndi vinnuálagið heima
fyrir dreifast á fleiri hendur. Samt vil
ég vera út af fyrir mig með börnin
rnín. Ég held að hefðbundin kjarna-
fjölskylda sé bezti kosturinn fyrir
flesta, en fólk þyrfti að geta dregið úr
vinnunni og verið meira saman.
Þjóðbjörg: — Ég vil hafa kjarnafjöl-
skylduna áfram, en mér finnst þýð-
ingarntikið, að hún leggi rækt við
aldraða og einstaklinga, sem búa við
einsemd og eru komnir á stofnanir,
en þótt þær séu góðar og nauðsyn-
legar Ieysa þær þó okkur ekki undan
skyldum við okkar fólk. Þær þjóðfé-
lagslegu breytingar sem orðið hafa á
undanförnum árum hafa að vissu
leyti komið illa niður á börnum, og
foreldrarnir þurfa að leysa þau
Framhald á bls. 66.
23