19. júní - 19.06.1982, Page 50
Var ósjaldan með
bláan kjálka eða
glóðarauga
Rætt við eina þeirra kvenna sem hefur
orðið fyrir barsniíðum á heimili sínu
„Ég vil endilega hvetja konur, sem
búa við ofbeldi á heimilum sínum, til
þess að hætta feluleiknum og Ieita að-
stoðar“, sagði reykvísk kona uin fimm-
tugt í samtali við 19. júní. Kona þessi
hefur langa persónulega reynslu af
þessu vandamáli og vildi af eðlilegum
ástæðuin halda nafni sínu leyndu.
Ilún er tvígift og tvískilin, fjögurra
barna móðir. Ástæðan fyrir fyrri
skilnaðinum var önnur kona, en meg-
inástæðan fyrir seinni skilnaðinum
voru barsmíðar eiginmannsins.
„Þetta byrjaði svo sein nógu sak-
leysislega“, sagði hún. „Fljótlega eftir
að sambúð okkar hófst, fór hann að
veita mér smáhögg af litlu tilefni. Það
sá ekkert á mér á eftir og ég tók þetta
ekki alvarlega. En svo smáágerðist
þetta, höggin urðu þyngri og tíðari,
50
og síðustu árin var ég ósjaldan með
bláan kjálka eða glóðarauga“.
Lítil tilefni
„Tilefnin voru alltaf lítil og stund-
um engin, að því er mér virtist.
Sjaldnast var rifrildi orsökin, og
aldrei áfengisneysla. Hann barði mig
ef maturinn var ekki til á þeim tíma
sem hentaði honum. Ilann barði mig
ef ég minnti hann á verk, sem eftir
var að vinna. Ilann barði inig ef ég
yrti á hann þegar hann var upptekinn
við eitthvað. Og þannig mætti lengi
telja.
Höggin sem ég fékk voru yfirleitt
hnefahögg á kjálkana, en stundum
sló hann inig utan undir hvað eftir
annað, eða hrinti mér til“.
— Ilvaða skýringar gafstu á mar-
hlettunum og glóðaraugunum?
„Ég sagðist hafa rekið mig á skáp-
hurð, eða eitthvað þess leiðis. Lg
sagði engum hvað raunverulega liefði
skeð, heldur reyndi ég að fela það
eins og ég gat. Ég leitaði heldur aldrei
til lögreglunnar né læknis, þótt ég
hefði oft þurft á því að halda, sérstak-
lega einu sinni, þegar eiginmaðurinn
hrinti mér harkalega á borðbrún,
þannig að ég fékk stóran skurð á
höfuðið“.
— lleldurðu að fólk hafi trúað
skýringum þínum?
„Ég veit það ekki. Ég hugsaði ekk-
ert um það þá. Ég var eitthvað svo
dofin. En ég býsl þó við því að fólk
hafi frekar getað trúað þessum sög-
um mínum, en hinu sanna, Jiví liann
var svo dagfarsprúður í annarra aug-
sýn. Það gat enginn séð Jiað á honum
að hann fengi svona ofstopaköst.
Enda kom það í ljós þegar ég opnaði
mig eftir skilnaðinn, að ekki einu
sinni mínir nánustu trúðu þessu og
sögðu að ég lilyti |>á að hafa kallað
Jietta yfir mig“.
— Varstu farin að haga Jiér með
lilliti til barsmíðanna í samskiptum
Jn'nmn við eiginmanninn? Varstu til
dæmis hætt að Jiora að andmæla
honum?
„Nei, Jtað var ég ekki. Hann sló
mig ekkert frekar Jiótt ég andmælti
honum. Reyndar var alveg sama
hvernig ég kom fram. Ég átti
raunverulega alltaf von á þessu. Hins
vegar var ég farin undir það síðasta
að skvetta í mig áfengi. Það róaði
taugarnar eftir barsmíðamar, sér-
staklega ef ég drakk sterkt vín
óblandað og fékk það þannig „beint í
u‘,ð“. Áfengisneyslan náði samt ekki að
verða vandamál hjá mér og eftir
skilnaðinn hvarf þörfin fyrir áfengið
gersainlega“.
Gekk fljóít yfir
— Þurftirðu einhvern tíma að
Ilýja heimilið?
„Já, ég flúði nokkrum sinnum að
heiman og fór |>á til foreldra minna í
nokkra daga með börnin. En |>að var
ekki beinlínis vegna [jess að ég væri
hrædd um Iíf mitt, því hann barði
mig aldrei til óbóta. Og ég vissi alltaf
að æðiskastið gengi Iljótt yfir. Ilon-