19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 22

19. júní - 19.06.1983, Qupperneq 22
Hér á undan hafa verið dregin fram nokkur lykilhugtök í lífshlaupi karla og kvenna. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi og að sjálfsögðu er um einstaklingsfrávik að ræða sem við þekkjum öll. Eins og getið er um í upphafi þessa máls, fer áhrifa umhverfisins að gæta strax í frumbernsku. Þess vegna er erfitt að segja til um með nokkurri vissu, hvort það sem aðskilur kynin er eðlislægur munur eða áunninn af ára- löngum rótgrónum þjóðfélagsvenjum. Þegar litið er yfir dálkana hér á undan þá leynir það sér ekki að viðhorf og væntingar eru mismunandi eftir því hvort um stúlkur eða drengi er að ræða. Það er búist við því að drengur- inn verði fyrirferðarmikill í von um að hann verði sjálfstæður síðar meir. Af stúlku er frá upphafi vænst að hún verði prúð og elskuleg, þurfi á vernd (jafnvel framfærslu) að halda og þá jafnframt að hún verði þæg og stillt. Þær vonir sem bundnar eru við börnin hafa áhrif á hegðun foreldranna og annarra gagnvart þeim og beina þeim þannig inn á ákveðnar brautir frá upp- hafi. Fyrirmyndin Þegar einstaklingur er að móta sína sjálfsmynd leitar hann fyrirmynda í umhverfinu, stúlkur hjá öðrum kon- um, piltar hjá öðrum karlmönnum. Með því að ganga inn í hin hefð- bundnu hlutverk gera þau það sama og kynin hafa gert á undan þeim. A mótunartímum er yfirleitt styrkur að hafa fyrirmyndir sem byggja á langri hefð. Vandasamara getur reynst að brjótast út úr hefðinni og móta nýjar leiðir. Konur sem reynt hafa að brjót- ast út úr hefðbundnu hlutverki hafa oft leitað fyrirmynda hjá körlum. Til þess að vera gjaldgengar (samkeppnisfær- ar) í þeirra heimi hafa þær tekið upp aðferðir þeirra við hlutina. Við heyr- um jafnvel talað um karlkonur. Þetta fyrirbæri er reyndar vel þekkt í félags- fræðinni, lágstéttir taka upp siði há- stéttanna, sá kúgaði tekur upp aðferðir kúgarans og temur sér gildismat hans o.s.frv. 22 Martine Horner rannsakaði árið 1968 mismunand afstöðu kvenhá- skólastúdenta á fyrsta ári til sam- keppni og frama. Hún sýndi fram á það með rökum í doktorsritgerð það sama ár að afstaða kvenna til frama (standa sig vel í vinnu, skóla o.s.frv.) og samkeppni mótaðist mjög af tvíátta tilfinningum. Þær vildu helst ekki vera fremstar í flokki. Var það einkum tvennt sem konurnar gáfu upp sem ástæðu fyrir þessari afstöðu sinni. I fyrsta lagi afstaða annarra kvenna og sú gagnrýni sem kæmi frá þeim. I öðru lagi minni líkur á hjónabandsmarkað- inum ef konan er framsækin og sjálf- stæð. Hver velur sér slíka konu? Aðskilnadarstefna í skýringarmyndunum hér að fram- an er athyglisvert hve gífurleg áhersla er lögð á aðskilnað kynjanna eftir hlut- verkum og hve átakapunktarnir (kreppur) í lífi þeirra koma oft fram á ólíkum tímum og í ólíku samhengi. Þegar þetta er haft í huga er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum sé mögulegt við núverandi aðstæður að kynin geti náð saman á einhverjum jafnréttisgrundvelli. Við erum rígföst í því að tileinka kynjunum ákveðna eiginleika „karlmenn eru svona og svona“ „konur eru svona og svona“. Oftast er öllu blandað saman, líífræðilegum staðreyndum og ásköp- uðum eiginleikum, og þetta veldur því oftast að kynin kúga hvort annað inn í hefðbundin kynjahlutverk. 'fileinki kona sér hlutverk karla er hún dugleg og framsækin. Tileinki karlmaður sér eiginleika konu er hann veikgeðja og skræfa (kerling). Týpurnar eru þannig fastákveðnar fyrirfram, og inn í það kemur oft dyggur stuðningur að utan. Jón og Gunna í þessu sambandi er vert að líta hér á mynd af þeim Jóni og Gunnu sem hafa fundið leið saman í tilverunni og standa frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun við einhvern tiltekinn atburð í þeirra lífi, t.d. væntanlegan barnsburð. Ef við virðum þennan barnsburð fyrir okkur sjáum við að JÓN OG GUNNA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.