19. júní


19. júní - 19.06.1983, Page 22

19. júní - 19.06.1983, Page 22
Hér á undan hafa verið dregin fram nokkur lykilhugtök í lífshlaupi karla og kvenna. Þessi upptalning er engan veginn tæmandi og að sjálfsögðu er um einstaklingsfrávik að ræða sem við þekkjum öll. Eins og getið er um í upphafi þessa máls, fer áhrifa umhverfisins að gæta strax í frumbernsku. Þess vegna er erfitt að segja til um með nokkurri vissu, hvort það sem aðskilur kynin er eðlislægur munur eða áunninn af ára- löngum rótgrónum þjóðfélagsvenjum. Þegar litið er yfir dálkana hér á undan þá leynir það sér ekki að viðhorf og væntingar eru mismunandi eftir því hvort um stúlkur eða drengi er að ræða. Það er búist við því að drengur- inn verði fyrirferðarmikill í von um að hann verði sjálfstæður síðar meir. Af stúlku er frá upphafi vænst að hún verði prúð og elskuleg, þurfi á vernd (jafnvel framfærslu) að halda og þá jafnframt að hún verði þæg og stillt. Þær vonir sem bundnar eru við börnin hafa áhrif á hegðun foreldranna og annarra gagnvart þeim og beina þeim þannig inn á ákveðnar brautir frá upp- hafi. Fyrirmyndin Þegar einstaklingur er að móta sína sjálfsmynd leitar hann fyrirmynda í umhverfinu, stúlkur hjá öðrum kon- um, piltar hjá öðrum karlmönnum. Með því að ganga inn í hin hefð- bundnu hlutverk gera þau það sama og kynin hafa gert á undan þeim. A mótunartímum er yfirleitt styrkur að hafa fyrirmyndir sem byggja á langri hefð. Vandasamara getur reynst að brjótast út úr hefðinni og móta nýjar leiðir. Konur sem reynt hafa að brjót- ast út úr hefðbundnu hlutverki hafa oft leitað fyrirmynda hjá körlum. Til þess að vera gjaldgengar (samkeppnisfær- ar) í þeirra heimi hafa þær tekið upp aðferðir þeirra við hlutina. Við heyr- um jafnvel talað um karlkonur. Þetta fyrirbæri er reyndar vel þekkt í félags- fræðinni, lágstéttir taka upp siði há- stéttanna, sá kúgaði tekur upp aðferðir kúgarans og temur sér gildismat hans o.s.frv. 22 Martine Horner rannsakaði árið 1968 mismunand afstöðu kvenhá- skólastúdenta á fyrsta ári til sam- keppni og frama. Hún sýndi fram á það með rökum í doktorsritgerð það sama ár að afstaða kvenna til frama (standa sig vel í vinnu, skóla o.s.frv.) og samkeppni mótaðist mjög af tvíátta tilfinningum. Þær vildu helst ekki vera fremstar í flokki. Var það einkum tvennt sem konurnar gáfu upp sem ástæðu fyrir þessari afstöðu sinni. I fyrsta lagi afstaða annarra kvenna og sú gagnrýni sem kæmi frá þeim. I öðru lagi minni líkur á hjónabandsmarkað- inum ef konan er framsækin og sjálf- stæð. Hver velur sér slíka konu? Aðskilnadarstefna í skýringarmyndunum hér að fram- an er athyglisvert hve gífurleg áhersla er lögð á aðskilnað kynjanna eftir hlut- verkum og hve átakapunktarnir (kreppur) í lífi þeirra koma oft fram á ólíkum tímum og í ólíku samhengi. Þegar þetta er haft í huga er ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvernig í ósköpunum sé mögulegt við núverandi aðstæður að kynin geti náð saman á einhverjum jafnréttisgrundvelli. Við erum rígföst í því að tileinka kynjunum ákveðna eiginleika „karlmenn eru svona og svona“ „konur eru svona og svona“. Oftast er öllu blandað saman, líífræðilegum staðreyndum og ásköp- uðum eiginleikum, og þetta veldur því oftast að kynin kúga hvort annað inn í hefðbundin kynjahlutverk. 'fileinki kona sér hlutverk karla er hún dugleg og framsækin. Tileinki karlmaður sér eiginleika konu er hann veikgeðja og skræfa (kerling). Týpurnar eru þannig fastákveðnar fyrirfram, og inn í það kemur oft dyggur stuðningur að utan. Jón og Gunna í þessu sambandi er vert að líta hér á mynd af þeim Jóni og Gunnu sem hafa fundið leið saman í tilverunni og standa frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun við einhvern tiltekinn atburð í þeirra lífi, t.d. væntanlegan barnsburð. Ef við virðum þennan barnsburð fyrir okkur sjáum við að JÓN OG GUNNA

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.