19. júní


19. júní - 19.06.1983, Síða 31

19. júní - 19.06.1983, Síða 31
BORNIN - ATVINNULIFIÐ - SKOLINN „Alveg hrikalega lciðinlegt að þurfa alltaf að arka fram og til baka í skólann mörgum sinnum á dag.“ Þorsteinn Hjaltason og Ólafur Páll Jónsson með stundatöfluna sína. ... ,, . I.jósm.: Knstján Orn ,3RIKALEGA LEIÐINLEGT“ Við hittum að máli þá Þorstein Hjaltason og Ólaf Pál Jónsson, nemendur í 8. bekk í Vogaskóla, og spurðum þá hvort þeir væru ánægðir með stundatöflur sínar. „Nei,” segja þeir félagar, „hún er alveg hrikalega léleg. Við þurfum yfirleitt alltaf að fara tvisvar á dag í skólann, stundum þrisvar.” Við fáum að líta á töfluna. A mánu- dögum eru þeir fyrst íimm tíma fyrir hádegið, eiga síðan frí frá 12-2.30 og mæta þá í einn leikfimitíma. Þriðju- daga eiga þeir frí fyrir hádegið og fara síðan í þrjá tíma eftir hádegið. A mið- vikudögum er fyrst kennt í fjóra tíma, síðan frí í tvo og síðan kennsla í næstu fjóra. „Fimmtudagarnir eru eiginlega verstir,” segir Olafur Páll. ,,Þá byrjar kennslan tíu mínútur yfir átta um morguninn og við erum samfellt í kennslu til klukkan 12, mætum síðan aftur klukkan tíu mínútur í eitt í tvo tíma í stærðfræði, þá er tveggja tíma gat og síðan förum við í einn leikfimi- tíma.” Á föstudögum er kennslan samfelld frá tíu mínútur yfir átta til klukkan tólf, en eftir hádegið er bekknum skipt, annar liluti hans fer í teikningu og mætir klukkan tíu mínútur í tólf, en hinn fer í matreiðslu sem byrjar um klukkan 1.30 og er lokið klukkan 3.30. Þeir Þorsteinn og Olafur segjast báðir búa nálægt skólanum og fara alltaf heim í öllum hléum. ,,En það er alveg hrikalega leiðinlegt að þurfa allt- af að arka fram og til baka í skólann mörgum sinnum á dag og fá aldrei frí eftir hádegið til að fara á skíði eða eitthvað þess háttar,” segir Þorsteinn. „Það er eiginlega ekkert hægt að gera nema á kvöldin því dagurinn fer allur í þetta,” segir Ólafur. 31

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.