19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 3

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 3
Frá ritstjóra Sigrún Stefánsdóttir 19. júní - ársrit Kvenréttindafélags íslands á sér langa sögu - en þetta blað sem nú er komið út er þrítug- asti og níundi árgangur þess. Einhver kann að spyrja hvort útgáfa rits af þessum toga sé tímaskekkja. Væri æskilegra að flytja umræðuna um málefni kvenna yfir á önnur mið fjölmiðla sem eru líklegri til að ná til þeirra sem við viljum helst fræða og hafa áhrif á? Nær 19. júní til annarra en þröngs hóps kvenna sem þegar eru virkar í baráttunni fyrir réttindum kvenna? Mitt svar við þessum vangaveltum um tilverurétt 19. júní er að blaðið sé ómissandi vettvangur sem beri að halda dauðahaldi í. Ársrit Kvenréttindafélagsins gegnir mikilvægu hlutverki í að skrá þá áfanga sem nást í jafnréttisbaráttunni á Islandi og skrá sögu félagsins sjálfs, auk þess sem það er tryggur, árviss vettvangur fyrir þá sem vilja leggja eitt- hvað af mörkum í rituðu máli jafnrétti til framdráttar. Það hefur sýnt sig að fjölmiðlar á Islandi hafa tilhneig- ingu til þess að gefa konum og málefnum þeirra minna svigrúm en fjöldi íslenskra kvenna gefur tilefni til og mikilvægi málanna sem þær vilja koma á framfæri. Gild- ir þetta ekki síst um fréttamiðlana. I nýlegu fréttabréfi Jafnréttisráðs er á það bent að athuganir á hlut kvenna í sjónvarpsfréttum hafi sýnt að ekkert hafi miðað í barátt- unni fyrir auknum hlut þeirra í fréttum síðan 1986 þegar fyrsta rannsóknin var gerð á þessu sviði og virðist óhappatalan 13 vera sú hlutfallstala sem konur ætla seint að komast upp fyrir á þeim vettvangi. Könnun sem hópur nema úr Fósturskóla íslands gerði fyrir skömmu sýndi að í umræðuþáttum sjónvarps var hlutur kvenna jafnvel enn rýrari en í fréttum. Samhliða baráttunni fyrir auknum hlut kvenna og aukinni umfjöllun um málefni kvenna í útvarpi, sjón- varpi, dagblöðum og almennum tímaritum þurfum við að ríghalda í sérblöð eins og 19. júní þar sem svigrúm er fyrir málefnalega, þverpólitíska, jákvæða umræðu um þau mál sem mest brenna á hverju sinni. Þegar konur verða búnar að ná sömu stöðu og karlar innan fjölmiðla - sem þær eiga eftir að gera - er hins vegar ef til vill ástæða til að breyta áherslum og uppbyggingu 19. júní. En sú umræða getur beðið þar til markinu er náð. Að þessu sinni er mjög fjölbreytt efni í blaðinu en mest rúm fær umræða um tæknifrjóvganir. Eins og kom- ið hefur fram í fréttum er ætlunin að byrja á næsta ári á slíkum frjóvgunum hérlendis. Tæknifrjóvganir eru lausn fyrir marga þá sem af einhverjum orsökum hafa ekki getað eignast barn en spurningarnar sem þessi tækni vekur eru líka margar og full ástæða til að konur velti fyrir sér hinum ýmsu hliðum þessa máls. Við köllum þennan greinaflokk „Hvernig verða börnin til?“. Þessi yfirskrift var valin til þess að vekja athygli á því að þau skýru svör sem okkur sem erum komin á fullorðinsár, voru gefin í æsku um barneignir eru nú ekki nema hálfur sannleikurinn og varla það. 4 HVERNIG VERÐA BÖRNIN TIL? 7 MEÐFERÐ GEGN ÓFRJÓSEMI ER MANNÚÐARMÁL 11 MYNDUM EKKI HIKA VIÐ AÐ GERA ÞETTA AFTUR 12 AÐ VÆNTA EINSKIS EN VONA ÞAÐ BESTA 15 BRÉF TIL JÓNU 18 RÉTTARSTAÐA BARNANNA ÓTRYGG 21 SYSTRAHUGUR 25 MÁ ÉG EKKI VERA KVENKYNS í FRIÐI TAKK! 27 HVERNIG GENGUR ÞEIM AÐ LIFA SAMAN? 30 BÆÐI VERÐA AÐ STÍGA SVOLÍTIÐ TIL HLIÐAR 34 KONUR ERU EINA VON MANNKYNSINS 37 HVAÐ GETA FÁEINAR ÖMMUR GERT? 39 ER LÝÐRÆÐIÐ LÝÐRÆÐISLEGT? 48 Á AÐ GREIÐA LAUN FYRIR AÐ VERA HEIMA? 52 KONURí ROKKI 60 HAUSTSTEMMNING Á DÖNSKUM AKRI 62 ÁFRAM STELPUR 66 ÞÆR FYLGJAST AÐ INN í HEIÐURSLAUNAFLOKKINN 70 UM BÆKUR 73 ÁHRIF KVENFRELSISBARÁTTU OG KJARABARÁTTA í VESTMANNAEYJUM 75 ÞVERT Á STÉTTIR OG FLOKKAi /, 80 HVAÐ ER AÐ GERAST HJÁ J AFNRÉTTISRÁÐI? i: ; 19. júní 1989 - 39. árg. — Útgefandi: Kvenréttindafélag ís- lands, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík, Sfrni: 18156 — Að blaðinu unnu: Sigrún Stefánsdóttir, Jönína Margrét Guðnadóttir, Magdalena Schrani, Jóna Möller, Erla Björg Sigurðardóttir, Ásta R. Jóhannesdóttir, Sofffa Guðmunds- dóttir, og Guðrún Stella Gissurardóttir — Ritstjóri og ábyrgðannaður: Sigrún Stefánsdóttir — Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdóttir — Ljósmynd á forsíðu: Rut Hallgrímsdóttir — Utlit: Kicki Borhammar —■ Auglýsingar: Júlíana Signý Gunnarsdóttir — Setning, prcntun og bókband: Prentstofa G. Bcncdiktssonar hf. — 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.