19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 5

19. júní - 19.06.1989, Page 5
Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir H V ERNIG ? ? ? VERÐA BÖRNIN TIL Sú var tíðin að börn spurðu foreldra sína þessarar spurningar þegar þau komust á visst aldursskeið. Ymsar tœknilegar aðgerðir til getnaðar og þungunar hafa nú orðið til þess að það eru ekki aðeins börnin sem spyrja þessarar spurningar heldur fullorðnir líka. Tœknin hefur gert það mögulegt sem áður var útilokað. Fólk sem fyrir örfáum áratugum eygði enga mögu- leika á því að eignast barn — hefði getað fengið ósk sína uppfyllta með þeirri tækni sem nú er fyrir hendi. En í kjölfar hinnar nýju tækni vakna margar spurningar og efasemdir. Á að leyfa fósturrann- sóknir? Hver er réttarstaða fósturs eðafósturvís- is? Hvað með leigumæður, sœðisbanka eða jafnvel eggjabanka? Hver á afgangseggin? I blaðinu að þessu sinni verður umfangsmikil umfjöllun um þessi mál en það er Kristín A. Arnadóttir sem hefur haft umsjón með þessu efni ásamt Astu R. Jóhannesdóttur. 5

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.