19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 7

19. júní - 19.06.1989, Side 7
VIÐTAL MEÐFERÐ GEGN ÓFRJÓSEMI ER / ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR / MANNUÐARMAL Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir Rœtt við Jón Hilmar Alfreðsson, yfirlækni á Kvennadeild Landspítalans Allar líkur eru á því að á nœsta ári verði framkvæmdar fyrstu glasafrjóvganir hérlendis á Kvennadeild Landspítalans. Jón Hilmar Alfreðsson yfirlœknir hefur ásamt fleirum unnið að tillögum um framkvœmd glasafrjó vgananna. Við heimsóttum Jón Hilmar á skrifstofu hans til að frœðast nánar um þessi mál og báðum hann að lýsa liinum mismunandi aðferðum við tœknifrjóvgun. Aðferðirnar eru margar og í sífelldri þróun og alltaf eitthvað nýtt að koma fram, svo það er ruglingur í nafngiftunum. Glasafrjóvgun, það er ein þeirra, hún heppnaðist fyrst fyrir tíu árum er fyrsta glasabarnið fæddist. Til eru ýmsar skyldar aðferðir sem kallast ýmsum nöfnum, en sameiginlegt heiti gæti verið tæknigetnaður. Það sem við kölluðum tæknifrjóvganir í byrjun þessa áratugar, heitir í raun tækni- sæðing, þar sem notað er fryst sæði. Glasafrjóvgun má gjarnan halda þessu nafni á íslensku, því það er bein þýðing er- lenda heitisins „in-vitrofertilisation“. Ein þessara aðferða nefnist G.I.F.T. og er fólgin í því að gerð er kviðspeglun á konunni á réttum tíma og tekin út egg, alveg eins og við glasafrjóvgun. En í stað þess að taka eggin og fara með þau í rannsóknarstofu og láta þau frjóvgast þar, er sæði frá eiginmann- inum blandað saman við og í sömu aðgerð er þessu sprautað upp í eggjaleiðara konunnar og eggin látin frjóvgast þar og rata síðan niður í legið. Þessa aðferð er aðeins hægt að nota ef 7

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.