19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 8

19. júní - 19.06.1989, Side 8
„Það verður mikið hagrœði í að gera þetta hérlendis, vegna þess hvers eðlis aðgerðin er. Hún tekur langan tíma, þarfnast ekki legupláss og œtti þá ekki að tefja fólk frá vinnu og sparar fólki löng ferðalög. “ eggjaleiðararnir eru í lagi eða a.m.k. sæmi- legir, og er notuð þegar karlinn er hálfófrjór eða orsakir ófrjóseminnar eru óþekktar. Glasafrjóvguninni er aftur á móti beitt þegar eggjaleiðararnir eru ónýtir eða jafnvel ekki til staðar. f hverju er glasafrjóvgunin fólgin? Þá er tekið egg úr eggjastokkum konunn- ar, eitt eða fleiri, rétt áður en þau losna sjálfkrafa. Farið er með nál gegnum kvið- speglun eða með sónartæki, farið inn í eggja- stokkana og eggin soguð út, rett áður en þau losna. Síðan er eggið eða eggin látin vera í tilraunaglasi í ætisvökva við rétt hitastig og æskilegar aðstæður, jafnvel svolítið annan loftþrýsting en í andrúmsloftinu, til að líkja eftir aðstæðum í móðurkviði. Eggið er látið þroskast í nokkra klukkutíma áður en það er blandað sæðinu, síðan frjóvgast það og fer að skipta sér, fyrst tvær frumur í stað einnar og síðan fjórar og svo átta. Þá er þetta orð- inn fósturvísir, sem settur er inn í leg kon- unnar. Þetta tekur um tvo sólarhringa, svo að eggið er utan líkama konunnar þann tíma. Takið þið eitt eða fleiri egg í svona að- gerð? Það er ýmist. Við venjulegar aðstæður er hægt að taka eitt egg, en mörg ef eggjastokk- arnir eru örvaðir sérstaklega. Glasafrjóvgunin er sem sagt í þrem liðum, fyrst eggheimtan, svo frjóvgunin utan líkam- ans og síðast þriðji þátturinn, að setja fóstur- vísi inn í leg konunnar; fósturífærsla. Fyrir utan þessa þrjá meginþætti er undir- búningsþáttur fyrir aðgerðina og eftirmeð- ferð, sem miðar að því að koma í veg fyrir fósturlát. í hverju er undirbúningsþátturinn fólginn? Hjónin eru rannsökuð með tilliti til ófrjó- semi og þegar orsökin er fundin er heppileg- asta aðferðin valin. Ef það er glasafrjóvgun þá er fyrst að örva eggjastokkana til að geta losað mörg egg samtímis, sem er talið betra. Það er gert með sterkum hormónalyfjum og þá þroskast kannski tíu egg í stað eins. Nú er þetta nokkuð langur og strangur aðdragandi. Er unnt að stytta hann? Það sem einkennir þessa aðferð eru marg- ir smáþættir. Það gerist ekki mikið dag frá degi, konan fer í eina skoðun á dag, og það er tekið blóðsýni eða gefin sprauta. Síðan er það eggheimtan, sem er smá-aðgerð, og eft- ir tvo daga er eggið sett í konuna sem er lítið meira en venjuleg skoðun hjá kvensjúk- dómalækni. Þessi aðgerð krefst ekki sjúkra- hússlegu, aðeins í fáum tilvikum þarf konan að liggja á spítala. Arangurinn byggir á þessu nákvæma eftirliti, skipulagningu og tímasetningu frá upphafi til enda. Sem dæmi má nefna að maður verður að vita nákvæm- lega hvenær á að taka eggið út, það getur verið hvenær sólarhrings sem er. Hvaða þættir aðgerðarinnar eru fram- kvæmdir hérlendis nú þegar? Forrannsóknirnar og stundum lyfjameð- ferðin fyrir aðgerð fara fram hér, og svo höldum við áfram þegar fósturífærslan hefur átt sér stað og fylgjumst með konunni og gefum hormón til að fyrirbyggja fósturlát. A næsta ári verða þessar aðgerðir að öllu leyti framkvæmdar hér á landi. Er okkur ekkert að vanbúnaði? Það ætti að vera hægt að gera þessa að- gerð hér eins vel og erlendis. íslenskum kon- um er boðið upp á hana nú þegar þó að þær þurfi að fara til útlanda í hluta hennar. Það verður mikið hagræði í að gera þetta hér- lendis, vegna þess hvers eðlis aðgerðin er. Hún tekur langan tíma, þarfnast ekki legu- pláss og ætti þá ekki að tefja fólk frá vinnu og sparar fólki löng ferðalög. Eigum við nóg af sérmenntuðu fólki? Já, við eigum það. Nú þegar eru menn að búa sig undir þetta og þjálfa fólk upp í að vinna að þessum aðgerðum. Það ætti að vera auðvelt að leysa þann þátt málsins. Er vitað hversu margar íslenskar konur hafa farið í glasafrjóvgunaraðgerð? Á síðasta ári voru þær rétt innan við fimm- tíu, en alls munu nú vera fædd um 10 glasa- börn. Hver hefur árangurinn verið? Hann hefur verið eins og búist var við, í 15—20% tilvika tekst getnaður og þungun, síðan eru ekki alveg eins margar sem ná því að fæða barn. Árangurinn er því í raun um 10%. Hversu oft getur sama konan gengist undir svona aðgerð? Það er gert ráð fyrir að hún eigi þess kost að fara þrisvar í svona meðferð. Það er eðli- legt, því að ef við lítum á það hvernig þetta gerist í náttúrunni sjálfri, þá tekst ekki getn- aður alltaf í fyrsta sinn eða í fyrsta mánuði, eftir að kona hefur ákveðið að eignast barn. Árangur náttúrunnar eða líkurnar á getnaði á mánuði eru ekki nema 20%. Hér er um að ræða fólk með skerta frjósemi og því ekkert óeðlilegt að þessi tækni sé lakari en náttúran og árangurinn í prósentum sé minni. Hvað vilt þú segja um þá gagnrýni sem komið hefur fram á þessar aðgerðir og þær tilraunir sem hafa fylgt þeim? Ef við lítum til framtíðarinnar þá má segja að þessar aðgerðir séu til að hjálpa fólki, sem á við ófrjósemi að stríða, sem er mikil raun í sjálfu sér. Á hinn bóginn má líta á þetta sem tilraunastarfsemi, sem við vitum ekki til hvers leiðir í framtíðinni. Það er eins með allar framfarir, þær geta opnað nýjar brautir og orðið fullkomnari en náttúran sjálf. Ófrjósemi og orsakir hennar Það er ófrjósemi sem skapar þörfína fyrir allar þessar aðgerðir. Þekkja læknavísindin helstu ástæður hennar? Hjá körlum er ástæðan oftast sú, að þeir 8

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.