19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 9
framleiða ekki nógu gott sæði, þ.e. nógu
margar sæðisfrumur sem hreyfa sig nógu
vel. Hjá konunni má skipta ástæðunum í
tvennt, að eggjastokkarnir starfi ekki nógu
vel og losi ekki egg mánaðarlega, eða að
eggjaleiðararnir séu skemmdir, en þeir eiga
að taka við egginu og leiða það niður í legið
og reyndar frjóvgast það á þeirri leið.
Hvernig skiptist ófrjósemi hlutfallslega
milli kynja?
Það er erfitt að segja nákvæmlega, en ég
hef ákveðna þumalfingursreglu, sem er á þá
leið að þriðjungur vandans stafar frá karlin-
um, annar þriðjungur frá konunni og í þriðja
þriðjungnum er orsökina að finna hjá báð-
um, — bæði eru með skerta frjósemi.
Ófrjósemin er vandamál, en þó ekki sjúk-
dómur. Einstaklingur getur verið stálhraust-
ur þótt hann sé ófrjór. Ófrjósemin er heldur
ekki vandamál einstaklingsins eins, heldur
hjóna eða pars, sem eru bæði fullfrísk. Þetta
er mikið áfall fyrir ungt fólk, sem er að byrja
lífshlaup sitt og lendir í þessu. Margir taka
þetta ákaflega nærri sér. Þetta hefur ýmsar
afleiðingar, það getur skapað erfiðleika í
sambúð, þ.e. truflað vissa þætti hennar og
hefur þá áhrif á víðtækara samhengi í félags-
legu heildinni.
Er ófrjósemi algeng?
Hún er ótrúlega algeng. Við vitum ekki
nákvæmlega hversu algeng, en hún er um
10%, þ.e. um tíunda hvert par á við ófrjó-
semi að etja einhvern tíma. Hjá sumum leys-
ist vandamálið, en sumum ekki, þannig að í
hvaða hópi sem er má finna svo og svo
marga sem eiga við þetta vandamál að
stríða, og enn fleiri þekkja þetta úr sinni
fjölskyldu eða vinahópi. Það þarf að bæta úr
þessu með meðferð, beita læknisfræðinni,
það er vafalaust mannúðarmál þó að þarna
sé ekki beinlínis um sjúkdóm að ræða.
Hvernig er hægt að koma í veg fyrir ófrjó-
semi, er hægt að vera með einhverjar for-
varnir?
Það má segja um þetta eins og svo margt
annað í nútíma lífi, að þetta sé menningar-
vandamál og það megi draga úr ófrjósemi
með fyrirbyggjandi aðgerðum. Það verður
e.t.v. lögð meiri áhersla á þann þátt í fram-
tíðinni, en við erum ekki komin langt í því
efni ennþá.
Orsökin er oftast bakteríur, smitnæmir
sjúkdómar, og þeir berast þeiin mun betur
sem nálgun eða snerting einstaklinga er
meiri. Þetta eru sjúkdómar sem skemma
kynfærin að meira eða minna leyti. Það er
líka annað í þessu, sem liggur í menningu
nútímans, það er að fólk seinkar mjög barn-
eignum. Það er stundum talað um að nútíma
fólk vilji stytta frjósemisskeið ævinnar. Það
getur verið hættulegt því að frjósemin
minnkar með aldrinum. Það ætti því í fram-
tíðinni að miða að því að fólk eigi börnin
snemma.
NYJAR LEIÐIR TIL GETNAÐAR
(J) Egg frá móður
Egg frá egggjafa
Sæði frá föður
Sæði frá sæðisgjafa
©
Barn fætt af móður
Barn fættaf lánsmóður
Tæknisæðing
0 Faðir ófrjór
® +
(2) Móðir ófrjó og ófær
um að ganga með barn
(§) +
(3) Báðir foreldrar ófrjóir, en móðir
fær um að ganga með barn _____
® + —• = <$!
(4) Móðir ófrjó, en fær um að
ganga með barn
<§> +
Glasafrjóvgun
0 Móðir frjó en verður
ekki barnshafandi
<§> +
(2) Faðir ófrjór, móðir frjó
en verður ekki barnshafandi
(§) +
(3) Móðir ófrjó, en getur
gengið með
® +
(§) Báðir foreldrar ófrjóir
en móðir fær um að
ganga með
<§> +
® Móðir ófrjó og ófær
um að ganga með
®
(B) Báðir foreldrar ófrjóir,
móðir ófær um að ganga með
(§) + = <^j^)
® Móðir ófær um að
ganga með, en báðir foreldrar frjóir
® +
(8) Móðir frjó, en ótær
um að ganga með,
faðir ófrjór
<§> +
Sæðisgjafar
Viö höfum hér verið að ræða um leiðir til
að leysa vanda hjóna eða para sem eiga við
ófrjósemi að stríða, en þú hefur ekkert
minnst á sæðisgjafana, þ.e. tæknifrjóvgun
með gjafasæði úr sæðisbanka. Hvenær hóf-
ust þær aðgerðir?
Það var árið 1980, að vísu með hléi sem
varð um miðjan áratuginn, þegar það upp-
götvaðist að eyðni gæti borist með sæði. Þá
þurfti að gera vissar ráðstafanir, setja reglur,
og koma á eftirliti til að koma í veg fyrir
smit.
Er mikið um þessar aðgerðir í dag?
Það er alltaf álíka mikið um þær, þarna er
fengið sæði úr öðrum mönnum sem eru vel
frjósamir. Þetta er þá fryst sæði. Þessari að-
ferð er beitt þegar eiginmaðurinn er gjör-
samlega ófrjór, og engar líkur á að unnt sé
að bæta úr því. í þessum tilvikum er konan
eðlilega frjó og því aðeins ein hindrun, sem
þarf að yfirstíga.
Hvaðan er það sæði sem notað er hér á
landi?
Það er frá sæðisbanka í Kaupmannahöfn.
Hann sér milli tuttugu og þrjátíu sjúkrahús-
um og stofnunum í Danmörku fyrir sæði.
Norðmenn og Færeyingar hafa auk okkar
nýtt sér þennan sæðisbanka.