19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 26

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 26
leynt og ljóst og mjög markvisst um konur. „Þessi maður er í alveg æðis- lega smart kjól“ o.s.frv. Og með því að nota alltaf orðið karl, þegar um karlkyns menn var að ræða. En svo fóru að renna á mig tvær grímur. Fólki virtist finnast þetta beinlínis asnalegt. Það var eins og það stríddi gegn málvitund þess, að t.d. kalla hóp kvenna „marga menn“. f>að kom jafnvel fyrir að ég var alveg mis- skilin af viðmælendum mínum. Þrátt fyrir allt reyndist orðið maður bara hafa merkinguna karlmaður í hugum fólks— hvað svo sem orðabækur, ís- jafnvel hjá mér spurningar um það hvort ég vildi nokkuð vera maður og þar með hluti af mannkyninu, sem er grimmast allra dýra í garð eigin teg- undar. E.t.v. væri ekki sem verst að vera bara kona og ekki maður líka. En það, sem þó er frá degi til dags skrýtnast við það að vera maður, er, að til þess að íslenskri tungu sé ekki misboðið, þarf ég alltaf að vera að skipta um kyn! Notkun orðsins mað- ur í merkingunni kona stangast alveg á við málfræðitilfinningu þeirra, sem tala íslensku. Dæmi: Til þess að vera málfræðilega réttyrt þarf ég að segja: Hvernig haldið þið að ráðfrúnum Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin þætti að vera „staddar hérna og teknar tali“? lenskufræðingar og kvenfrelsiskonur höfðu um orðið að segja. Þá fór ég að skoða samsettu orðin, t.d. mann- kynssaga, þetta heiti á sögunni, sem ég vildi að formæður mínar ættu sinn hlut í. Nú er tímabært að upplýsa, að mér tókst að ganga í gegnum heilt skóla- kerfi án þess að gera mér grein fyrir því — og án þess að nokkur benti mér á það — að eiginlega er þessi mannkynssaga bara um karla. Þegar mér var t.d. gert að læra um frelsis- stríðið í Bandaríkjunum og var látin lesa sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra, sem byrjar svona: „Allir menn eru jafnir“, hafði ég ekki minnstu hug- mynd um, að aðeins væri átt við hvíta karla. Löngu seinna uppgötvaði ég að það var alls ekki satt. Svertingjar, þrælar, Indíánar, hálfvitar og konur voru þarna undanskilin og hafa reyndar enn þann dag í dag ekki afl- að sér allra þeirra réttinda, sem hvítu karlarnir voru að gefa sér árið 1776. En frá þessu var aldrei sagt í skólan- um. Við nánari athugun kom sem sagt í ljós, að mannkynssaga er alls ekki saga formæðra okkar. Og, haf- andi lesið dálítið í þessari sögu, er ég næstum því fegin því, hvað konur áttu þar lítinn hlut að máli! Veltandi þannig fyrir mér orðinu mannkynssaga og öðrum samsetn- ingum með orðinu maður, vöknuðu 26 Ritstjórinn Sigrún Stefánsdóttir las prófarkirnar og fórst honum það vel úr hendi. Eða: lögfræðingurinn Sig- ríður Erlendsdóttir tók fyrstur til máls og mæltist honum ágætlega. Áðan skrifaði ég að ég hefði orðið áheyrandi að umræðum í útvarpinu. Skyldi ég hafa verið glöggur hlust- andi? Og svo er annað: það gildir það sama um orðið maður og því sem næst öll starfsheiti eða geranda-heiti — þau eru karlkyns orð. Sem sagt, fari kona að gera eitthvað, verður hún umsvifalaust karlkyns! Hún verður læknir, lögfræðingur, prest- ur, að ekki sé nú minnst á fræðingur. Og hún verður gerandinn, hlustand- inn, þátttakandinn. Þannig, að þó það sé t.d. hún Jóhanna Sigurðar- dóttir, sem talað er um, er rétt að segja félagsmálaráðherra er staddur hérna og ég tók hann tali og rangt að segja að ráðherrann sé stödd hérna. Á Alþingi hafa sumir þingmenn það meira að segja fyrir sið að ávarpa Guðrúnu Helgadóttur sem „herra forseta.“ Það finnst mér nú beinlínis asnalegt! Ráðfrúin Ólafur Ragnar Voðaleg kvenremba er þetta — hugsar nú einhver! En — bíddu við. Snúum dæminu alveg við. Segjum sem svo, að í stað kröfunnar um að kalla allar konur menn hefði verið rekinn árangursríkur áróður fyrir því, að nefna alla karlmenn mann- eskjur. Þá gætum við núna ávarpað karlahópa í kvenkyni og sagt þeim, að þeir séu nú ágætar! En slíka breytingu hefðum við aldrei komist upp með, það er ég viss um. Og segjum, að körlum væri gert að bera kvenkyns starfsheiti. Hvað t. d. ef konur hefðu frá alda öðli ráðið flestu og því hefðu verið til ráðfrúr — ekki ráðherrar. — Nei — það er reyndar ónothæft dæmi, því ef konur hefðu alltaf ráðið flestu og alltaf ýerið ráðfrúr, þá væru karlar í stöðu kvenna núna og þætti kannski upp- hefð í því að fá kvenkyns titil! En samt, tökum dæmið: Hvernig haldið þið að ráðfrúnum Ólafi Ragnari og Jóni Baldvin þœtti að vera „staddar hérna og teknar tali“? Hugsið ykkur vel um! Er ekki staðreyndin sú, að karlar líta á það sem dónaskap að vera kvenkyns? (Og þegar virkilega á nú að gera grín að körlum, eru þeir enda settir í kvengervi, sbr. Framsóknar- maddömmuna og hinar kerlingarnar í skopmyndunum). Og þegar karlar ganga í hefðbundin kvennastörf, láta þeir það auðvitað verða sitt fyrsta verk að breyta starfsheitinu hið snar- asta og það án þess að nokkur orði þá við karlrembu. Það þykir sanngirnis- mál og réttlætiskrafa. Þó nú væri að körlum sé ekki gert að bera starfs- heitið fóstra! En skyldi karl ekki geta orðið alveg eins góð fóstra og kona getur orðið góður ráðuneytisstjóri eða kennari. Nei, það sem karl- mönnum þykir lítilsvirðing, á okkur konum að sýnast viðurkenningar- vottur. Þá fyrst erum við orðnar eitt- hvað, þegar við verðum karlkyns! Má ég vera kvenkyns í friði takk! Það er þetta sem vefst fyrir mér, þegar orðið maður er notað um kon- ur. Persónulega finnst mér gott að vera kona og vil gjarnan fá að vera það, bæði í orði sem á borði. Þess vegna langar mig ekkert til að vera blaðamaður og láta tala um mig í karlkyni. Mig grunar jafnvel, að þetta vopn kvenfrelsisbaráttunnar — að vilja líka vera menn — geti snúist í höndunum á okkur þannig að aldrei verði talað um okkur í kvenkyni nema því aðeins við séum ekkert að gera og bæði stöðu- og starfsheita- lausar. Og þá hefur e.t.v. eitthvað farið úrskeiðis í baráttunni fyrir frelsi og jafnstöðu kynjanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.