19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 28

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 28
Atvinnuþátttaka kvenna hefur aukist úr 33% árið 1960 í 80% árið 1985, en er rúmlega 90% hjá körlum. Konur hafa axlað aukna ábyrgð á framfærslu og mikill fjöldi þeirra er eina fyrirvinna síns heimilis. A kon- um hvílir einnig ábyrgð á heimilis- störfum og uppeldi barna. Þess vegna bera þær nú tvöfalda ábyrgð. Konum er oft bent á að þær geti rétt hlut sinn og náð meira jafnrétti með aukinni menntun og með því að taka meira að sér stjórnunarstörf og önnur ábyrgðarmikil störf. En heim- ildir sýna að með aukinni menntun dragast konur meira aftur úr körlum í launum. Laun ófaglærðra kvenna eru 74% af launum ófaglærðra karla, en laun kvenna sem vinna sem sér- fræðingar og stjórnendur eru 56% af launum karla í sambærilegum störf- um, þannig að bilið breikkar í stað þess að minnka. Viðhorf eru íhaldssöm og þau breytast hægar en hegðun og þau eru ennþá mjög á þann veg að staður konunnar sé inni á heimilinu. Það er látið eins og konur vinni ekki utan heimilis. Fæðingarorlof er aðeins fá- einir mánuðir, en samt er lítið um dagvistartilboð fyrir börn undir tveggja ára aldri. Dagvistir anna ekki eftirspurn. Mikið vantar á að börn hafi samfelldan skóladag, og skóla- gæsla hefur verið undantekning fremur en regla. Sjúkir og aldraðir eru víða á heimilum sínum með stuðningi aðstandenda. Það er erfitt fyrir konur að reyna að ná jafnrétti með því að axla enn aukna ábyrgð úti í atvinnulífinu, vegna þess að ábyrgðin sem þær bera heima og að heiman er ærin nú þegar. En konur mennta sig í mjög auknum mæli. Nær helmingur kvenna lýkur stúdentsprófi á móti tæpum þriðjungi karla. Og fæstar láta þar staðar numið. Skólaárið 1985-1986 voru konur rúmlega 53% nemenda ofan grunnskóla. Bæði í framastörfum Erlendis hafa verið gerðar nokkr- ar rannsóknir á fjölskyldum þar sem bæði konan og karlinn hafa menntað sig og gegna ábyrgðarstörfum (eru í framastörfum skv. skilgreiningu hér á eftir), en mér er ekki kunnugt um slíka rannsókn hér á landi. Gilbert og Rachlin gerðu yfirgrips- mikla og góða úttekt á rannsóknum sem gerðar hafa verið á fjölskyldum þar sem bæði konan og karlinn vinna framastörf. Efnið sem hér fer á eftir er sótt til þeirra og er þar stiklað á stóru. Einnig hef ég leyft mér að leggja örlítið út af efninu til þess að tengja það við íslenskan veruleika. Hyggjum fyrst að þeim greinarmuni sem þær gera á starfi og framastarfi. Starf: Líklegra til að vera aðeins launanna vegna heldur en framastarf, þess vegna oft rykkjótt og ineð uppihaldi. Lík- legt til að auka ekki eins við reynslu og framastarf. Framastarf: Krefst verulegrar þekkingar og meiri skuldbindinga. Ef bæði konan og karlinn eru í framastörfum hafa þau með höndum meiri skuldbindingar í vinnu heldur en ef annað eða bæði eru í starfi sem ekki telst framastarf. Framastörf gera ekki ráð fyrir að fjölskyldan hafi forgang. Ýmsir hafa vonað að íslenskur vinnumarkaður yrði fúsari að hliðra til heldur en gerst hefur erlendis. Lítið er þó uin áþreifanleg dæmi. Gilbert og Rachlin komast að því að lífsstíll þar sem bæði eru í frama- störfum þarf að byggja á samræm- ingu og jafnvægi milli framastarfs og fjölskylduhlutverks hjá hvoru um sig og einnig með samstilltu átaki þeirra. Vinna og heimili geti ekki verið tveir aðskildir heimar. Það eru einkum þrenns konar þættir sem þær benda á að hafi áhrif á fjölskylduhætti sem mótast í þessum fjölskyldum: 1) Einstaklingsbundnir þættir: svo sem persónuleiki, viðhorf, gildis- mat, áhugamál og hæfileikar. 2) Þættir í tengslum konunnar og karlsins: skipting valdsins á heim- ilinu, viðhald fjölskyldueiningar- innar. 3) Umhverfísþættir: þættir sem varða störfin sjálf, samfélagsleg viðmið og viðhorf, og félagslegt kerfi fjölskyldunnar og stuðning- ur (s.s. vinir og vandamenn). Það fer eftir því hvernig ofan- greindum þáttum er varið hversu ánægð konan og karlinn eru með þann lífsstíl sem hjá þeim hefur myndast, jafnt á meðvitaðan sem ómeðvitaðan hátt. Einnig fer ánægj- an eftir því hversu sammála og sam- hent þau eru. Hugum nú sérstaklega að ýmsu sem höfundar draga fram og snertir menntaðar nútímakonur í frama- starfi. Þær lenda oft í togstreitu við að mæta kröfum barnanna, karlsins og starfsins. Arekstrar verða oftlega vegna þess að það sem þær langar að gera og það sem þær gera í dag er ólíkt því sem félagsmótun þeirra í uppvextinum gerði ráð fyrir að biði þeirra. Fyrirmyndirnar í æsku lifðu allt öðruvísi lífi. Ef eitthvað hamlar konunum við að reyna að fá karlana til að koma til móts við sig og þeir sýna ekki slíkt frumkvæði, þá eru þær vísar til að grípa til eftirfarandi ráða fremur en að krefjast þess að þeir beri aukna ábyrgð heima fyrir. 1) Vinna minna. 2) Velja minna krefjandi starf. 3) Halda sig í starfi sem ekki er sam- boðið hæfileikum þeirra. 4) Hætta alveg að vinna. Og við sjáum allt í kringum okkur dæmi um íslenskar konur sem hafa gripið til þessara ráða. Fellt seglin þegar álagið hefur orðið of mikið, og þekking þeirra og hæfileikar fá ekki notið sín sem skyldi. Karlarnir í nútímaþjóðfélagi Körlunum hefur verið kennt frá fæðingu að þeir verði að standa sig, sýna hve langt þeir geti náð. Völd, virðing og peningar eru til merkis um góðan árangur. Viðhorf margra karla telja höfundar vera á þann veg að það sé merki um velgengni að þurfa ekki að gera heimilisverk. Það er sjaldgæft í dag að heyra ís- lenska karlmenn tala af lítilsvirðingu um heimilisverk. En ég er hrædd um að flestum þyki enginn sérstakur virðingarauki að því að taka þátt í þeim. Um hvað snúast erfiðleikarnir? Eftir að hafa farið í gegnum fjöld- ann allan af rannsóknum komast Gil- bert og Rachlin að þeirri niðurstöðu að helstu erfiðleikar í sambúð konu og karls í framastarfi snúist um eftir- farandi atriði: 1) Eigum við að eignast börn — og þá hvenær? 2) Hvernig á barnagæslu að vera háttað? 3) Hvar eigum við að búa? 4) Hvernig eigum við að samræma starf og fjölskyldulíf? Hugleiðum hvernig þessum þátt- um er varið hér á landi. 1) íslendingar eignast að jafnaði fleiri börn en gengur og gerist meðal þeirra þjóða sem við ber- 28
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.