19. júní


19. júní - 19.06.1989, Síða 32

19. júní - 19.06.1989, Síða 32
„Pað er ekki sjálfgefið fyrír konurnar að stígaþetta skreftil hliðar", segir Sigrún Sveinbjarnardóttir. tíma mínum sjálfur. En eftir að við flytjum norður breytist þetta, þegar ég fer að vinna sjálfstætt. Maður get- ur oftast fært tímann eitthvað til þegar unnið er sjálfstætt, þótt það þurfi auðvitað sjálfsaga til þess að tíminn nýtist. Núna fer til dæmis Hrafnkell í skólann milli kl. 9 og 10, og ég er þá heima þar til hann er farinn. Eg kynntist þessu fyrirkomu- lagi upphaflega í Svíþjóð, þar sem ég hafði á vinnustað ákveðin ytri mörk á mætingu á morgnana og seinnipart- inn. Við máttum vinna okkur 10 klst. til góða og skulda sama tímafjölda.“ Og Sigrún tekur undir. Sveigjanleik- inn í vinnutíma Brynjars hafi svo sannarlega oft komið sér vel. Álagstfmar ekki á sama tíma Sigrún: „Ég hef tekið eftir því þessi 20 ár sem við höfum verið gift að álagstímar hafa ekki verið þeir sömu hjá okkur báðum. Þetta er mjög merkilegt og við höfum ekki alltaf getað stjórnað þessu sjálf, þótt það hafi komið þannig út. Sumpart er þetta eins og við höfum ómeðvitað hagrætt þörfum okkar þannig að þær komi til skiptis.“ 32 Og hér skýtur fílósófinn hann Brynjar því inn í að það sé líka afstætt hvað menn þurfi og verði. Krafan um að eitthvað verði að gerast hér og nú reynist ekki alltaf alveg sönn, þegar farið er að skoða málið. Börnin eru númer eitt Sigrún: „Við höfum reynt að velta fyrir okkur hvað geti orðið einfald- ara í meðförum og hætt að vera smá- munasöm. Við höfum hreinlega ákveðið hvað við ætlum ekki að láta pirra okkur, til þess að geta gefið öðru forgang. Við viljum ekki gleyma því að börnin eru númer eitt, svo kemur vinnan og ýmis samskipti. Það þýðir ekkert að hanga á því að svona eigi þetta eða hitt að vera.“ Sigrún talar sig heita um foreldra- hlutverkið og mikilvægi þess fyrir báða foreldrana. „Það þarf að lengja fæðingarorlof þannig að foreldrar barna upp að tveggja ára aldri geti skipt með sér verkum ineð börnin og svo komi dagvistirnar inn. Ef til vill þarf að skilyrða þetta til að ýta á karlana á meðan verið er að brjóta upp hefðir, svo þeir átti sig á að þetta er eitthvað til að sækjast eftir. Á meðan þeir ekki þekkja samvistir við börnin sín þá sækjast þeir ekki eftir þeim. Það er ekki sjálfgefið fyrir konurn- ar að stíga þetta skref til hliðar. Þá eru þær að hleypa karlinum inn í vígi kvenna í gegnum aldirnar. Heilir þjóðfélagshópar rísa upp og tala um það að konan missi völd við það, og vissulega gerir hún það. En að mínu mati þarf að verða jafnræði á þessu sviði. Það er jafn lítið sjálfgefið fyrir konurnar að stíga þetta skref og fyrir karlinn að fagna frama konu sinnar og upplifa hann ekki sem lítilsvirð- ingu fyrir sig. Mörgum karlinum finnst konan ekki mega taka of stór skref á framabrautinni, því það ógn- ar veldi hans. Það færði mig nær tilgangi lífsins og gaf mér dýpt í tilveruna að draga mig í hlé í bili til að sinna móður- hlutverkinu, þessu náttúrulega verk- efni. Á þann hátt auðgaði það mig sem manneskju og gerði mig færari um að takast síðar á við frama í starfi. Þarna fékk ég mjög mikilvægt vega- nesti þegar ég jók taktinn aftur í starfi. Heimilið er mér í ríkari mæli staðurinn sem ég hverf til að loknum vinnudegi til að safna kröftum, og það gerir mig færari um að axla ábyrgð í starfi.“ Brynjar var inntur álits á því hvaða augum karlar litu reynsluna af barna- uppeldinu. Hann hélt að skoðun Sigrúnar gæti alveg passað fyrir karl- menn líka og þeir myndu líklegir til að samsinna henni undir fjögur augu, en svona nokkuð kæmi ekki upp á yfirborðið í almennri umræðu karla á milli. Brynjar: „Við höfum vegna menntunar okkar betri aðstæður til að deila með okkur en ýmsir aðrir. Tökum til dæmis þá afstöðu að það borgi sig ekki fjárhagslega fyrir kon- una að vinna úti. Ef fólk á börn og ætlar að ala þau upp, þá kostar það töluverða peninga og það kostar líka innra samstarf. Ytri aðstæður þurfa að vera góðar, en fólk þarf líka að finna sínar eigin leiðir. Þegar sagt er að laun konunnar fari í barnapössun vil ég fremur orða það þannig að hluti af sameiginlegum launum for- eldranna fari í þann kostnað. Það þarf að vinna að jafnrétti á heimilinu, milli þeirra sem þar búa, og það þarf að vinna að jafnrétti, þ.e.a.s. aukn- um kvenréttindum í þjóðfélaginu, þó ekki á þann hátt að fólk snúist önd- vert við vegna hræðslu.“ Brynjar: „Til þess að breyta hefð- unum þarf að taka á hlutunum. Og það er oft þægilegra að gera ekki J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.