19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 37

19. júní - 19.06.1989, Page 37
ína með barnabarnið. Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir HVAÐ GETA FÁEINAR • • OMMUR GERT? R/ett við ínu gissurardóttur Friðarömmur néfnist hópur kvenna sem talsvert hafa látið til sín taka síðustu misserin. Þœr voru meðal þeirra sem þátt tóku í friðardagskrá íslenskra kvenna á kvennaþinginu í Osló ífyrra og vöktu þar verðskuldaða athygli. Hér heima hafa þœr einnig látið frá sér fara blaðagreinar og ályktanir svo að ekki er um að villast að friðarhreyfingunni á íslandi hefur bœst kröftugur liðsauki þegar sumum finnst kannski hafa hljóðnað í öðrum í kjölfar bættra samskipta og þíðu milli stórveldanna. Ein þessara skeleggu kvenna er ína Gissurardóttir og 19. júní bað hana að segja í stuttu máli frá þessari nýju hreyfingu. „Tildrögin eru í raun þær hörm- ungar sem sífellt eru að dynja yfir börn vegna ófriðar einhvers staðar í heiminum. Þegar maður kemst í ömmuhlutverkið rennur það enn ljósar upp fyrir manni hvers konar heim við höfum verið að byggja upp og hvað barnabörnin okkar gætu átt eftir að þola ef við spornum ekki gegn stríðsógn og vígbúnaði hvar sem er í heiminum. Það var rétt eftir áramót 1988 að fréttir bárust af fangelsunum og pyntinguin barna í Suður-Afríku og í apríl það ár kom málsvari svertingja í því hrjáða landi hingað til að leita eftir stuðningi íslensku ríkisstjórnar- innar gegn stjórnvöldum í Suður- Afríku, einkum um að sett yrði við- skiptabann á landið. Þá var það að einni úr okkar hópi, Ragnhildi Egg- ertsdóttur, fannst slíkt ekki mega bíða stundinni lengur og hún hafði JÓNÍNA MARGRÉT GUÐNADÓTTIR 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.