19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 48

19. júní - 19.06.1989, Page 48
Umrœðuna um hvort greiða eigi heimavinnandi fólki laun á einhvern hátt frá ríki og/eða sveitarfélögum hefur borið á góma nokkuð oft upp á síðkastið. Hagsmunanefnd heimavinnandi húsmæðra sem vinnur innan Bandalags kvenna í Reykjavík hefur barist fyrir þessu innan sinna vébanda og reynt að vekja athygli á þessari hugmynd í nokkur ár. Davíð Oddsson, borgarstjóri, rœddi þetta mál í borgarráði fyrir líklega tveimur árum og kvaðst hlynntur þeirri hugmynd að Reykjavíkurborg greiddi heimavinnandi fólki laun sem mótvœgi gagnvart þeim háu upphœðum, sem borgin greiddi til dagheimila og leikskóla. Hann rœddi þetta einnig á ráðstefnu Hagsmunanefndarinnar í janúar sl. AAÐGREIÐA LAUN FYRIR AÐ VERA HEIMA? Á þessu ári mun Reykjavíkurborg greiða 600 milljónir króna til dagvist- unarmála. Skiptist sú upphæð á dagvistunarstofnanir og leikskóla. Kostnaður við eitt barn á dagheimili í eitt ár er kr. 330.000-, og þar af greiða foreldrar barnsins kr. 59.400. Borgin greiðir sem sé kr. 22.500-, á mánuði með hverju barni sem er all- an daginn á dagheimili. Kostnaður við barn á leikskóla í eitt ár er kr. 91.500-., Af því greiða foreldrar kr. 40.650-, eða tæplega helming. Borgarsjóður greiðir einnig niður vistun barna einstæðra for- eldra hjá dagmæðrum, en gjald fyrir eitt barn þar er kr. 18.413-, á mánuði. 48 Þar af greiðir borgarsjóður kr. 13.000-, fyrir einstæða foreldra. Reykjavíkurborg greiðir á ári kr. 220.956-, til dagmæðra en foreldrar greiða kr. 156.000-.. Þessar tölur sem hér eru gefnar upp eru einungis yfir kostnað við rekstur dagheimila og leikskóla, kostnaður við uppbyggingu þeirra er ekki þarna með en hann skiptir mill- jörðum króna. Hér á eftir segja þær Helga Guð- mundsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skoðanir sínar á þeirri hugmynd að greiða heimavinnandi fólki laun fyrir að vera heima með börn sín.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.