19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 49

19. júní - 19.06.1989, Qupperneq 49
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR „HVERS EIGA BÖRNIN AÐ GJALDA?" Hugmyndin um að greiða „for- eldrum“ laun fyrir að vera heima og gæta barna sinna er ekki ný af nál- inni, hvorki hérlendis né erlendis. í sinni upprunalegu mynd gekk hún út á það að borga konum, en í nafni jafnréttis er nú talað um foreldri. Það breytir þó ekki því að verði hug- myndin að veruleika hróflar hún mun meira við lífi kvenna en karla. Pær munu standa andspænis vali inilli heimavinnu og útivinnu en ekki þeir. Ég kýs að kalla hlutina sínum réttu nöfnum og mun því í þessum pistli tala um greiðslur til kvenna en ekki foreldra. Ymislegt bendir til þess að hug- mynd þessi eigi nokkurn hljómgrunn í samfélaginu í dag. Þannig hafa stjórnmálamenn úr a.m.k. þremur flokkum lýst sig fylgjandi henni og konur á ráðstefnu heimavinnandi húsmæðra virtust býsna hrifnar af orðum borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, í þessa veru. Pessi afstaða þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart þegar þess er gætt að það eru sífelldir árekstrar milli at- vinnulífs og heimilislífs og vinnuálag á konum hefur aukist samhliða auk- inni atvinnuþátttöku þeirra. Allar kannanir, hérlendar sem erlendar, sýna að þó konur bæti á sig vinnu utan heimilis þá eykst þátttaka karla í heimilisstörfum ekki að sama skapi. Jafnréttiskönnunin sem gerð var í Reykjavík árið 1982 leiddi þannig í ljós að þeir karlar sem voru kvæntir konum sem ekki stunduðu vinnu ut- an heimilis notuðu að meðaltali 5 klst. á viku í heimilisstörf. Við fullt starf eiginkonu utan heimilis fóru vinnustundir eiginmannanna inni á heimilinu upp í 7.3 klst. á viku. Það er því miður staðreynd að mjög margar konur sem eiga ung börn og eru á vinnumarkaði þurfa að skila því sem næst tvöföldum vinnu- degi áður en hvíld og frítími tekur við. Við þessar aðstæður er auðvelt að láta sig dreyma um launaumslag frá borginni um hver mánaðamót fyrir það að vera heima hjá sér. En draumur er eitt og veruleiki annað. í fyrsta lagi er ekki víst að allar konur yrðu jafn ánægðar með þá aura sem upp úr launaumslaginu kæmu. Hugmyndin hefur oftast nær verið kynnt þannig að í stað þess að niðurgreiða dagvistarkostnað fái hvert barn ákveðna upphæð í sinn hlut. Það dæmi lítur einfaldlega þannig út að ef borgin tæki allt það fé sem hún leggur á þessu ári í rekstur dagvistarstofnana og deildi því jafnt á milli allra barna á forskólaaldri þá fengi hvert barn í sinn hlut um 5200 kr. á mánuði. Heimavinnandi hús- móðir með tvö börn fengi þannig um 10.400 kr. í laun á mánuði ef jafnt væri skipt óháð hjúskaparstöðu hennar. Hætt er við að upphæðin hrykki skammt ef hún væri eina fyrirvinna heimilisins — og þó hún væri það ekki — og ég hef ekki séð nein teikn á lofti um að borgaryfir- völd séu á þeim buxunum að bæta verulega við þessa upphæð og stór- auka þannig framlög borgarinnar til uppeldis ungra barna. I öðru lagi er fráleitt að láta börn greiða fyrir samvistir við foreldra sína með því að afsala sér dvöl á dagvistarheimili. í nútímasamfélagi eru dagvistarheimili nauðsynlegur liður í menntun/uppeldi barna. Pau eru menntastofnanir en ekki geymslustaðir. Þar eiga börn þess kost að þroska sig í leik og starfi í öruggu umhverfi með sínum jafn- öldrum. Það ætti því að vera réttur allra barna, óháð því hvort móðir er heima- og/eða útivinnandi að eiga kost á dvöl á dagvistarheimili ákveð- inn tíma á degi hverjum. Mála- myndagreiðsla til móður fyrir að vera heima á ekki að gera þann rétt að engu. Hugmyndin um að greiða konum fyrir að vera heima hjá börnum hefur ævinlega verið sett fram sem tilflutn- ingur á fjármunum innan sama mála- flokks þ.e.a.s. það hefur ekki verið gert ráð fyrir að auka fjárframlög til fjölskyldumála. Slík aukning t.d. í formi lengra fæðingarorlofs og hærri barnabóta er hins vegar ein af for- sendum þess að foreldrar geti átt fleiri samverustundir með börnum sínum. Að því eigum við að stefna. Því hefur stundum verið haldið fram að greiðslur til kvenna fyrir að vera heima væru liður í því að ýta konum út af vinnumarkaði. Ég held að við konur þurfum ekki að óttast þetta svo mjög vegna þess að greiðsl- an væri í fyrsta lagi of lág til að hægt væri að lifa af henni og í öðru lagi getur vinnumarkaðurinn ekki án kvenna verið. Vinnumarkaðurinn er nefnilega kynskiptur og karlar ganga einfaldlega ekki í kvennastörf. Það sem við þurfum miklu fremur að óttast er að þessar greiðslur auki ójöfnuð í samfélaginu og dragi úr rétti okkar til sjálfsagðrar félagslegr- ar þjónustu. Þannig væri t.d. líka hægt að greiða okkur út það sem kostar að reka skólana, heilsugæslu- stöðvarnar, sjúkrahúsin o.s.frv. og í hvert skipti sem við þyrftum að nýta okkur þessa þjónustu yrðum við að greiða fullt verð fyrir hana. Við fengjum misdýr dagvistarheimili og misdýra skóla og menntun barnanna okkar færi eftir efnum og aðstæðum foreldranna. Hvers eiga börnin að gjalda? 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.