19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 59

19. júní - 19.06.1989, Side 59
ir. Þó hef ég slegið einn — það var á Röðli í gamla daga. Þeir geta enn verið grófir — það hefur ekkert breyst. Konur verða alltaf fyrir ár- eitni. En karlrembusvín ættu ekki að leita mig uppi. Hefurðu ekki oft verið spurð að því hvernig þú nennir þessu púli? — Jú! En ætli þetta sé ekki svipað og með leikara; mann vantar eitthvað ef maður hættir. Það eina sem gæti hugsanlega bætt mér upp að hætta að syngja væri að stunda róðra — en það er virkileg líkamleg áreynsla og ekkert kvenmanns- djobb . . . við verðum að viðurkenna að karl- menn eru sterkari á sumum sviðum — en ekki hérna uppi, segir Anna og bendir á höfuð sér. Mér finnst kjaftæði að segja að maður sé orð- inn of gamall eða staðnaður til að syngja — með- an ég get sungið lög frá Röggu Gísla ætti þetta a.m.k. að vera í lagi . . . annars man ég alltaf eftir því að þegar ég var rúmlega tvítug fór ég á félagsfund hjá FÍH þar sem verið var að tala um að maður fengi útborgað úr lífeyrissjóðnum 67 ára. Okkur Þuríði Sigurðardóttur þótti þetta frekar fyndin tilhugsun og ég sagði: „Sérðu okk- ur í anda syngjandi á peysufötunum?!“ Nú er mér svei mér þá hætt að standa á sama . . . en kannski maður hangi í þessu til fimmtugs . . .? Helena er enn að — og Ellý, og Mjöll Hólm . . . Ég held nú samt að þrátt fyrir allan kjaftagang sem ég hef mátt þola í gegnum tíðina, að ég Anna og hljómsveit Baldurs Kristjánssonar. standi uppúr sem söngkona, að ég sé búin að vinna mér virðingu sem slík. Ég hef alla tíð unnið meðfram söngnum, nema þegar ég söng með Svavari Gests og Magnúsi Ingimars, og verð að gera það enn í dag. Ég vinn í verslun á Vellinum. En maður er náttúrulega ekki alveg virkur í þess- um rokkbransa nema að vera eingöngu í honum, það er bara að hafa efni á því. . A. Málgagn jafnaðarmanna uinniiBD Ármúla 38 • Reykjavík • Sími 681866 • Pósthólf 320 59

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.