19. júní - 19.06.1989, Síða 70
EINLÆG AN
FRÆ0IMANNSHROKA
í NAFNI JAFNRÉTTIS
EFTIR HELGU SIGURJÓNSDÓTTUR
/ nafni jafnréttis er greinasafn
um femínisma, bœði um þcer
hliðar hans sem mest eru ræddar
og þœr sem til þessa hafa viljað
gleymast. Greinunum er skipt í
sex kafla eftir efni og fjalla
gagnrýnið og sannleiksleitandi
um allt það sem hefur verið efst
á baugi í kvennabaráttunni.
í nafni jafnréttis er skrifuð af mik-
illi einlægni og án alls fræðimanns-
hroka. Hún er ekki ein af þeim bók-
um sem aðeins fáir útvaldir (eða rétt-
ara sagt innvígðir) skilja. Helga
kveður skýrt og sterkt að orði og
hugsanir hennar eru áleitnar. Hún
hrífur lesandann með.
Samúð hennar með konum er djúp
og heit og ekki aðeins ein stétt
kvenna á samúð hennar, heldur allar
konur. Hún telur allar konur vera
kúgaðar í karlaveldinu og meðan þær
eru sundraðar, hvort sem það er af
stéttarástæðum eða öðru, verður
karlaveldið áfram sigurvegari.
í formálanum að í nafni jafnréttis
setur Helga kvennabaráttuna í sögu-
legt samhengi. Hún talar um
mömmu sína og ömmu og á vissan
hátt er það táknrænt, því Helga er
talsmaður Móðurinnar og kvenfrels-
ishugmyndafræðinnar og varar við
mögulegri misnotkun á jafnréttis-
70
hugmyndafræðinni. Helga bendir á
að valdhafar leggi stundum annan
skilning í jafnréttishugtakið en konur
og þá ekki síst kvenfrelsiskonur.
Hættan er sú að valdhafar svipti
minnihlutahópa þeim fáu „forrétt-
indum“ sem þeir þó hafa, í nafni jafn-
réttis. Enda er svo komið að jafnvel
móðurrétturinn er í hættu í nafni
jafnréttis.
Helga gerir mjög skýran mun á
hugmyndum um jafnrétti og kven-
frelsi. Kvennabaráttu telur hún að
megi skipta í tvö stig, jafnréttisstigið
og kvenfrelsisstigið. Hún telur að hér
á landi stöndum við nær jafnréttis-
stiginu og segir á einum stað: „Hug-
myndir kvenna um jafnrétti íranglátu
þjóðfélagi eru vissulega byltingar-
kenndar, en byltingarkenndari eru þó
hugmyndirnar um kvenfrelsi enda
hefur mér vitanlega engin ríkisstjórn
tekið undir þœr. “ (bls. 93) Helga tel-
ur að höfuðástæðan fyrir ósigri
kvenna í baráttunni við karlaveldið
sé hvað þær séu sundraðar og hefur
skýringuna á því á reiðum höndum.
Hún segir: „Hin dýpri og óljósari
kvenfrelsismarkmið og þau sem
mestu máli skipta eru erfiðari við-
fangs og um þau standa konur ekki
saman. Þœr greinir á um í Itverju
kvenfrelsi sé fólgið. “ (bls. 93).
Það er einmitt í skilgreiningu sinni
á kvenfrelsi sem Helga fetar hingað
til lítt troðnar slóðir. Hún segir:
„Kvenfrelsi held ég sé best skilgreint
nokkurn veginn svona: það er að við-
urkenna Aros. Vera ekki lengur
hrædd við hann, sleppa honum laus-
um. Eros er heil manneskja, okkar
eigin andlega heilbrigði. Hann erfeg-
urðin og gleðin, hin góða jörð, hin
góða móðir, afl kvenna og styrkur,
sköpunarmáttur þeirra sem tilveran
getur ekki verið án. Síðast en ekki síst
er Eros barnið, fallegt og saklaust. “
(bls. 99).
Samkvæmt þessu er kvenfrelsi
frelsun sjálfsins, hins kvenlega eðlis,
úr fjötrum feðraveldisins og karla-
menningarinnar. Kvenfrelsi er það
að konur skapi sjálfar sjálfsímynd
sína, en til þess að svo megi verða
þarf kvennamenningin að verða ríkj-
andi.
I kaflanum Klám og klámiðnaður
fjallar Helga m.a. um hvernig klám-
iðnaðurinn er notaður markvisst nú á
dögum til að skapa ákveðna kven-
ímynd sem konur eiga að gera að
sinni sjálfsímynd. Klámið er því hin
fullkomna andstæða við kvenfrelsi.
Og þessi lítilsvirðing á ímynd kon-
unnar finnst á fleiri stöðum í karla-
menningunni en í kláminu. Hún hef-
ur líka lætt sér inn í trúarbrögðin og
túlkun þeirra. Þar eru konur taldar
síðri körlum að allri gerð og kennt
um hið illa í heiminum. Öll þekkjum
við Sköpunarsöguna í Biblíunni og
þátt Evu í fallinu. Þessi hugsunar-
háttur gengur eins og rauður þráður í
gegnum karlamenninguna og er jafn-
sterkur enn í dag. Þess vegna er
kvennamenningin eina vonin fyrir
þann heim sem við lifum í.
í nafni jafnréttis á brýnt erindi við
alla þá sem láta sig kvenréttindamál
einhverju skipta. Og bókin á ekki
síður erindi við þá sem láta sig þau
engu skipta.
/ nafni jafnréttis er bók sem er í
huga lesandans lengi eftir að hún hef-
ur verið lesin.