19. júní


19. júní - 19.06.1989, Page 73

19. júní - 19.06.1989, Page 73
ÁHRIF KVEN- FRELSISBARÁTTU (—)(—; KJARABARÁTTA KVENNA í VESTMANNAEYJUM Vestmannaeyjar er hefðbundið íslenskt samfélag. Karlar skipa œðstu stöður bœjarins og einnig eru þeir í forsvari stœrstu fyrirtœkjanna í atvinnuhfinu ogflestir þeirra stunda hefðbundin karlastörf. I nefndum og ráðum á vegum bæjarins eru konur í miklum minnihluta eða 22,3% í nefndum og 25% í ráðum. Meirihluti kvenna er í fiskvinnslu-, umönnunar-, verslunar- og skrifstofustörfum. Reyndar eru konur í stöðu skólastjóra í grunnskólunum og einnig er kona í stöðu félagsmálastjóra. Vestmannaeyjar er stœrsta verstöð landsins og er sjávarútvegur aðalatvinnuvegur Vestmannaeyinga eins og landsmönnum er kunnugt. Vestmannaeyjar er stórt bœjarfélag og þar af leiðandi eru atvinnutækifæri fjölbreyttari en í minni sjávarpláss. Þó að atvinnuástand sé þokkalegt í Eyjum þarf að huga að nýjungum í atvinnulífinu til þess að koma í vegfyrir að fólksflótti eigi sér stað. Atvinnumálanefnd hefur beitt sér fyrir að atvinnumöguleikar almennt verði auknir. Það er álit manna að aukin starfsemi í Vestmannaeyjum verði að tengjast að einhverju leyti þeirri starfsemi sem er á staðnum. Það sem er nú á döfinni er ensímframleiðsla. Bæjarsjóður hefur í málum sem þessum gefið eftir aðstöðugjöld í 2 ár og einnig veitt bæjarábyrgð fyrir lánum. Fyrir nokkrum árum var dagheimili fyrir fötluð börn komið á fót, en þá höfðu ekki komið nein ný atvinnutœkifœri í langan tíma. Afhálfu bœjaryfirvalda hefur þjónusta við aldraða verið efld m.a. með því að bœta heimilishjálpina. Það er ekki mikið um að störf losni a.m.k. liggja störf fyrir konur ekki á lausu. Um þessar mundir er mikil umræða meðal kvenna um atvinnutœkifœri kvenna í Eyjum með tilliti til úrbóta og hafa konur í því sambandi stofnað Kvennasmiðju.

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.