19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 75

19. júní - 19.06.1989, Side 75
NYR_____ FORMAÐUR TEKINN VIÐ Nýlega lét Lára V. Júlíusdóttir, lögfrœðingur af formennsku í Kvenréttindafélagi Islands en við tók Gerður Steinþórsdóttir, cand. mag. Gerður er fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík og hefur hún látið jafnréttismál mikið til sín taka. Hún átti m.a. sœti í framkvœmdanefnd um kvennafrídag 1975 og hefur setið í jafnréttisráði og Framkvœmdanefnd um launamál kvenna. Hún sótti kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Nairobi 1985. í samtali við 19. júní sagði hinn nýkjörni formaður meðal annars þetta: AÐALSMERKI KRFI: ÞVERT Á STÉTTIR OG FLOKKA Ég gekk í Kvenréttindafélagið í kjölfar kvennafrídagsins 1975 þegar íslenskar konur lögðu niður störf til að sýna fram á vinnuframlag sitt — og vöktu heimsathygli. Sú samstaða sem þá náðist þvert á stéttir og stjórnmálaflokka er eitt séreinkenni kvennabaráttu hér á landi. Þetta einkenni kom þegar fram í starfi KRFÍ undir forystu Brí- etar Bjarnhéðinsdóttur sem átti þátt í stofnun verkakvennafélagsins Fram- sóknar. Bríet var sjálf af fátæku fólki komin, gáfuð og viljasterk, og hún kynntist kvenfrelsisbaráttu erlendra kynsystra. Við eigum henni ótrúlega mikið að þakka. Hvernig leggst starfið í þig? Það leggst vel í mig. Þetta er félag sem stendur á gamalli rót, sem hefur unnið að mörgum framfaramálum og nýtur trausts í samfélaginu. í stjórn félagsins, nú sem fyrr, eru margar dugmiklar, áhugasamar og vel- menntaðar konur. Þetta er þverpóli- tískt félag, og í stjórn þess eiga m.a. sæti konur úr öllum þeim stjórnmála- flokkum sem fulltrúa eiga á Alþingi. Við þetta skapast jafnvægi og kynni milli kvenna, sem hlýtur alltaf að vera af því góða. Þá er unnið að þeim málum sem sameina konur en ágreiningsmál lögð til hliðar. Hyggurðu á breytingar í starfi fé- lagsins? Ég tel ekki þörf á neinum stór- vægilegum breytingum en endur- skoðun á starfseminni er ávallt nauð- synleg. Ég tel að félagið sé nútíma- legt. Það er nauðsynlegt að fylgjast vel með því sem er að gerast og vera inni í umræðunni. Ennfremur að fylgjast með því sem efst er á baugi erlendis og hvaða baráttuaðferðir reynast best. Val á efni og áherslu- atriðum verða hins vegar mótuð í samráði við stjórn félagsins og félags- menn. En stefnuskrá er samþykkt á landsfundi og eftir henni er starfað. Hún felur í sér ákvæði um heimili, fjölskyldu og uppeldi, menntun, at- vinnumál, stjórnmál og félagsmál sem miða að því að ná raunverulegu jafnrétti. Starfsemi KRFÍ verður að vera fjölþætt, bæði til að styrkja félagana inn á við og út á við: námskeið, les- 75

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.