19. júní - 19.06.1989, Page 79
Páls V. Daníelssonar. Þingið sam-
þykkti tillögur, sem beint var til
stjórnvalda, sem allar lúta að því að
draga úr áfengisbölinu.
KRFÍ er aðili að Friðarhreyfingu
kvenna. Fulltrúar félagsins eru Júlí-
ana Signý Gunnarsdóttir og Jónína
Margrét Guðnadóttir. Störf hreyf-
ingarinnar miðuðust framan af ári
við þátttöku í Nordisk Forum. I nóv-
ember var haldinn fundur með Pam-
elu Alillie og Steinunni Einarsdóttur
um „Alþjóðlegt samstarf um betri
heim“. í framhaldi af þeim fundi hélt
Steinunn námskeið með friðarkon-
um. Starfsemin nú er einkum tengd
undirbúningi að komu Helen Caldi-
cott hingað til lands í júní n.k.
KRFI á fulltrúa í áhugahópi um
varðveislu og framgang Kvenna-
sögusafns íslands, og er fulltrúi fé-
lagsins þar Guðrún Gísladóttir.
Hópurinn hefur starfað í á annað ár,
haldið 8 fundi og talað við ráðherra
og yfirmenn Háskóla og Landsbóka-
safns. Takmarkið er að koma safninu
inn sem deild í Þjóðarbókhlöðu,
þegar hún tekur til starfa.
I Áfengisvarnarnefnd kvenna í
Reykjavík og Hafnarfirði eiga sæti
þær Júlíana Signý Gunnarsdóttir og
Þóra Brynjólfsdóttir. Störf nefndar-
innar á árinu voru með líku sniði og
undanfarin ár. Börn nutu sumardval-
ar í sveit á vegum nefndarinnar og
jólagjafir voru gefnar í fangageymslu
lögreglunnar við Hverfisgötu og
gistiskýli borgarinnar við Þingholts-
stræti.
KRFÍ á sæti í Mæðrastyrksnefnd
og er fulltrúi félagsins þar Ingibjörg
Snæbjörnsdóttir. Starfsemin þar var
með hefðbundnu sniði á sl. ári.
Ókeypis lögfræðiaðstoð er veitt á
vegum nefndarinnar ásamt fatagjöf-
um og peningagjöfum. Dvalarheim-
ilið Ás í Hveragerði hefur boðið
nefndinni dvöl fyrir konur endur-
gjaldslaust þeim til hvíldar og hress-
ingar í Hveragerði.
Erlend samskipti
Svo sem að líkum lætur hafa er-
lend samskipti síðastliðið starfsár
verið nær einungis bundin við Nord-
isk Forum.
Eins og fram kom í skýrslu for-
manns í fyrra, bauð félagið 1AW, al-
þjóðasamtökum kvenna, að hér yrði
haldið næsta alheimsráðstefna sam-
takanna 1989. Boð komu frá fleiri
ríkjum, og varð að ráði að næsta þing
verður haldið í Ástralíu í ár.
Formenn Kvenréttindafélaganna
á Norðurlöndum hittust stundum á
sl. ári í tengslum við Nordisk Forum,
en enginn formlegur stjórnarfundur
var haldinn.
Útgáfustarf
Ársrit félagsins, 19. júní kom út í
lok maí sl., og var blaðið að þessu
sinni helgað umfjöllun um dagvistar-
mál. Ritstjóri blaðsins var Jónína
Margrét Guðnadóttir. Nýr ritstjóri
hefur nú verið ráðinn að 19. júní, dr.
Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræð-
ingur.
Fréttabréf félagsins kom út nokkr-
um sinnum á árinu eftir þörfum. Rit-
stjóri fréttabréfs var Ragnheiður
Harðardóttir, en hún fékk fleiri
stjórnarkonur í lið með sér við um-
sjón fréttabréfs. Með tilkomu tölv-
unnar á skrifstofu félagsins gerbreyt-
ist aðstaðan við að koma út frétta-
bréfi.
Sigríður Erlendsdóttir sagnfræð-
ingur vinnur að samningu sögu
Kvenréttindafélagsins, og er því
verki ekki lokið. Nýtur Sigríður að-
stoðar Valborgar Bentsdóttur við
verkið.
MENNINGAR OG
MINNINGARSJÓÐUR
r/KOMI ÞEIRTÍMAR AÐ
KONUR OG KARLAR FÁI
SÖMU LAUN . . ."
Menningar- og minningarsjóð-
ur kvenna var stofnaður árið 1941
á afmælisdegi Bríetar Bjarnhéð-
insdóttur, þ. 27. september, en
það ár hefði Bríet orðið 85 ára.
Stofnfé sjóðsins var dánargjöf
Bríetar.
Eins og nafnið ber með sér er
tilgangur sjóðsins sá að vinna að
menntunar- og menningarmálum
kvenna. í skipulagsskrá hans segir
að svo skuli gert með því að styðja
konur til framhaldsmenntunar, til
rannsókna að loknu námi til rit-
starfa eða með því að verðlauna
ritgerðir er varða áhugamál
kvenna o.fl. Þá segir einnig í
skipulagsskrá: „Komi þeir tímar
að konur og karlar fái sömu laun
fyrir sömu vinnu og sömu aðstæð-
ur til menntunar, efnalega, laga-
lega og samkvæmt almennings-
áliti, þá skulu bæði kynin hafa
jafnan rétt til styrkveitinga úr
þessum sjóði.“ Enn hefur ekki
komið fram tillaga um að breyta
úthlutunum styrkjanna sam-
kvæmt þessu!
Tekjur þessa sjóðs eru minning-
ar- og dánargjafir. Þá hefur sjóð-
urinn einnig staðið fyrir merkja-
sölu árlega á afmælisdegi Bríetar.
Varðandi minningargjafir til
sjóðsins segir í skipulagsskrá:
„Sjóðnum skal fylgja sérstök bók
og skal, ef óskað er, geyma í henni
nöfn, myndir og helstu æviatriði
þeirra, sem minnst er.“ Þessar
greinar hafa verið prentaðar og
gefnar út í sérstökum bókum, sem
nú eru orðnar fimm að tölu. í
þeim er að finna mikinn fróðleik
um líf kvenna og störf. Elsta
greinin er um konu, sem fæddist
árið 1827, sú yngsta er fædd 1953
og má því af þessum bókum lesa
fróðlega kvennasögu. Fyrsta bók-
in er löngu uppseld en þær fjórar,
sem enn eru fáanlegar má kaupa á
skrifstofu KRFÍ á Hallveigarstöð-
um.
Um 600 konur hafa hlotið styrk
úr Minningar- og menningarsjóði
kvenna. Full ástæða er til að
minna konur og karla á þennan
sjóð og minningarkortin, sem gef-
in eru út honum og þá um leið
konum til styrktar í námi og rann-
sóknum. Stjórn sjóðsins er kjörin
á landsfundi KRFÍ og núverandi
stjórn skipa: Hjördís Þorsteins-
dóttir, Júlíana Signý Gunnars-
dóttir, Kristín Jónsdóttir, Val-
borg Bentsdóttir og Þorbjörg
Daníelsdóttir. Til vara: Dóra Ey-
vindardóttir, Magdalena Schram,
Bára Guðbjartsdóttir, Herdís
Hall og Dóra Guðmundsdóttir.
Nánari upplýsingar um sjóðinn er
að fá á skrifstofu KRFÍ að Hall-
veigarstöðum sem er opin virka
daga frá kl. 10—12 og síminn þar
er 91-18156.
79