19. júní


19. júní - 19.06.1989, Side 81

19. júní - 19.06.1989, Side 81
um sviðum þjóðlífsins. Vinna við gerð slíks nafnabanka er hafin hjá Jafnréttisráði. Að meginstefnu til er stuðst við sams konar flokkun mál- efna og dr. Sigrún Stefánsdóttir byggði sína könnun á. Sent hefur verið bréf til allra stéttarfélaga í land- inu og óskað eftir ábendingum um félagskonur sem viðkomandi stéttar- félag telur að eigi heima í slíkum nafnabanka. í bréfi til kvennanna verður einnig óskað eftir því að þær bendi á konur sem þær telja að eigi erindi í nafnabankann. Verður þann- ig leitast við að fá sem mesta breidd í nafnabankann okkar. Nafnabanki hefur þegar verið unninn í Danmörku. Jafnréttisráð bindur miklar vonir við að hann verði til að bæta stöðu kvenna innan fjölmiðlanna. A árinu verður unnin sérstök handbók fyrir jafnréttisnefndir sveit- arfélaga. I handbókinni verða m.a. reifuð þau vandamál sem mjög mörgum nefndarmönnum finnst þeir standa frammi fyrir og settar fram hugmyndir til úrbóta. Einnig verða reifaðar hugmyndir að verkefnum fyrir nefndirnar. Ekki liggur fyrir hvort handbókin komi út á þessu ári eða strax í byrjun næsta árs. Ræðst það af fjárhag ráðsins. í framhaldi af sveitarstjórnarkosn- ingunum vorið 1990 verða skipaðar nýjar jafnréttisnefndir og mun Jafn- réttisráð skipuleggja fundi með nefndunum og þar m.a. kynna hand- bókina. Kynningarrit Að lokum er rétt að geta þess að á árinu verður unnið kynningarrit um Jafnréttisráð og stöðu kvenna og verður ritið gefið út á ensku. Mikill skortur er á slíku upplýsingaefni. Jafnréttisráð fær á ári hverju all- nokkrar fyrirspurnir erlendis frá um stöðu mála hér á landi. Einnig er nokkuð algengt að við fáum heim- sókn útlendinga, bæði blaðamanna og annarra. Þær upplýsingar sem við eigum nú á ensku eru lögin um jafn- rétti og jafna stöðu kvenna og karla. Einnig hefur verið notast við ensku samantektina úr bókinni „Konur — Hvað nú“. Upplýsingar úr þeirri bók eru hins vegar frá 1983 og 84 og því brýnt að unnið sé nýtt kynningarrit. Kynningarritið verður unnið á þessu ári en ekki liggur ljóst fyrir hvort það muni koma út á þessu ári eða hinu næsta. Lokaorð Hér hefur verið rakið það helsta sem unnið verður að á vegum ráðsins á þessu ári. Ýmis fleiri verkefni eru á dagskrá samkvæmt starfsáætlun ráðsins og má þar nefna verkefnið „Jafnrétti kemur körlum við“. Það verkefni hófst á síðasta ári og var þá haldinn fundur í samvinnu við Tré- smíðafélag Reykjavíkur sem bar þessa yfirskrift. Eitt fréttabréf ráðs- ins var helgað þessu efni og reifuð hefur verið hugmynd að samstarfi Jafnréttisráðs og Menningar- og fræðslusambands alþýðu. í byrjun þessa árs samþykktu jafn- réttisráðherrar Norðurlanda fjög- urra ára áætlun á sviði jafnréttismála og var áætlunin samþykkt á þingi Norðurlandaráðs í mars á þessu ári. Þar er gert ráð fyrir mörgum og margvíslegum verkefnum. Félags- málaráðuneytið hefur ákveðið að láta þýða áætlunina yfir á íslensku. Strax og þeirri vinnu er lokið munu fulltrúar frá Jafnréttisráði og frá ráðuneytinu fara yfir áætlunina og taka ákvörðun um hvaða verkefnum Island óskar eftir að taka þátt í. Sú ákvörðun mun að sjálfsögðu setja sitt mark á verkefnaval ráðsins bæði á þessu ári og á næstu þremur árum. Bankastrœti 2 Borðapantanir í síma 14430 81

x

19. júní

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.