Búfræðingurinn - 01.10.1951, Síða 51
BÚFRÆÐINGURINN
49
Var sláturhús hyggt í Reykjavík sumarið 1907, og hófst slátr-
un það haust. Sama ár kornu kaupfélögin norðanlands, við
Eyjafjörð og í Þingeyjarsýslu, upp sláturhúsum á Akureyri og
á Húsavík. Höfðu Þingeyingar þá um allmörg ár haft félags-
skap um sauðasöluna til Bretlands í sambandi við kaupfélagið,
með góðum árangri.
Um þessar mundir var orðin mikil sala á kjöti til Reykjavík-
ur. En salan var skipulagslaus og verðið lágt. í endurminning-
um, sem Ágúst Helgason, Birtingaholti, skrifaði í félagsrit Slát-
urfélags Suðurlands 1937, segir hann: „Ég á reikninga frá þeini
tíma, sem sýna að eitt haustið fékk ég 290 krónur fyrir 30 sauði
fullorðna og væna, sem ég sendi til Reykjavíkur, eða kr. 9,67
fyrir hvern sauð. í minni er mér það, að kaupmaður nokkur,
kunningi minn, sagði eitt sinn við mig: „í dag gerði ég góð
kaup, ég keypti sauðahóp af Skaftfellingum, sem þeir voru
búnir að flækjast með í bænum í marga daga og gátu ekki selt,
fyrir 8 krónur stykkið“.“
I sömu grein minnist Ágúst á þá erfiðleika, sem bændur áttu
við að stríða, á fyrsta og fyrstu árum sláturfélagsins: „Þegar
fulltrúarnir, sem kjörnir voru til þess að undirbúa sláturhús-
bygginguna, voru eitt sinn á fundi í Reykjavík, kom einn fyrir-
lerðarmesti og auðugasti kjötkaupmaðurinn til okkar og bauð
okkur lieim til sín, mjög vingjarnlega og sagði að sig langaði til
að tala við okknr. Við þágum boðið og fengum beztu viðtökur.
En samtalið við okkur gekk út á það, að sýna okkur fram á, að
þessi félagsskapur, sem við vorum að undirbúa, væri mesta
°ráð og að sjálfsögðu stórtap, sem bændur þyldu ekki. Hefði
hann sjálfur reynslu fyrir þ\ í. Hann tapaði árlega á sinni kjöt-
verzlun, en héldi henni áfram sem nauðsyn fyrir bæjarfélagið.
Áið mölduðum í móinn, og kváðumst ekki mundu hika við að
'eyna. Þá harðnaði ræðan og henni lauk með því, að hann
kvaðst skyldi steindrepa félagið í höndunum á okkur innan
Eírra ára. En svi varð ekki raunin á, því að hann gafst brátt
upp í samkeppninni við félagið og hætti með öllu. Bændurnir,
þótt smáir væru, sigruðu, af því að þeir stóðu margir saman.“
Meðstofnun sláturfélaganna stórbreyttist verzlunin með slát-
orfjárafurðir, að því er varðaði þrifnað og kunnáttu í slátrun og
4