Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 7
LIFEYRISSJOÐUR VERZLUNARMANNA Upplýsingar um starfsemi á árinu 2000 EIGNIR VAXA UM 10,1 MILLJARÐ Lífeyrissjóður verzlunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins með 85,7 milljarða eignir og hækkaði eignin um 10,1 milljarð á árinu eða um rúm 13%. Á árinu 2000 greiddu 40.309 sjóðfélagar til sjóðsins og fjölgaði þeim um 2.882 eða um 8% frá fyrra ári. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins námu 5.854 mkr. og er það aukning um rúm 22%. Jafnframt greiddu 5.341 fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna og fjölgaði fyrirtækjum um 314 eða um rúm 6%. ÁVÖXTUN Ávöxtun sjóðsins á árinu 2000 var 5,4% sem samsvarar 1,2% raunávöxtun samanborið við 11,9% raunávöxtun á árinu 1999. Með hækkandi hlutfalli innlendra og er- lendra hlutabréfa í verðbréfasafni sjóðsins mun verða vart meiri sveiflna í ávöxtun sjóðsins á komandi árum. Tll lengri tíma litið mun hærra hlutfall hlutabréfa skila sjóðnum betri raunávöxtun en ef eingöngu hefði verið fjárfest í skuldabréfum. Það má til að mynda sjá af raun- ávöxtun hlutabréfaeignar lífeyrissjóðsins á liðnum árum. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu 5 árin er 7,6%. Ávöxt- un sjóðsins skiptist þannig eftir verðbréfaflokkum: Innlend hlutabréf: Raunávöxtun innlendu hlutabréfa- eignarinnar var-12,4% og nafnávöxtun -8,8% en til sam- anburðar lækkaði heildarvísitala aðallista Verðbréfaþings íslands um -13,8% á árinu 2000. Heildararðsemi inn- lendu hlutabréfaeignarinnar yfir tímabilið 1980 til ársloka 2000 er 14,3% en var 18,0% í árslok 1999. Erlend hlutabréf: Raunávöxtun erlendu hlutabréfa- eignar sjóðsins var-6,8% á árinu 2000. Raunávöxtun er- lendu hlutabréfaeignarinnar frá árinu 1994, þ.e. frá upp- hafi fjárfestinga sjóðsins í erlendum hlutabréfum, var 8,9% samanborið við 19,3% í árslok 1999. Skuldabréf: Raunávöxtun innlendrar skuldabréfaeign- ar nam 6,1 % á liðnu ári í samanburði við 5,8% á árinu 1999. VERÐBRÉFAVIÐSKIPTI OG RÁÐSTÖFUNARFÉ Ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu 2000 var 15.585 mkr. og nemur aukningin 6% frá fyrra ári. Hlutabréfaviðskipti námu 5.222 mkr. Þar af voru keypt hlutabréf fyrir 3.729 mkr. og seld hlutabréf fyrir 1.493 mkr. Skuldabréfavið- skipti sjóðsins námu 9.248 mkr. Þar af námu kaup skulda- bréfa 6.531 mkr. og sala skuldabréfa 2.717. Erlend hlutabréfakaup námu 5.229 mkr. LÍFEYRISRÉTTINDI Sjóðurinn skiptist í sameignar- og séreignardeild. Sam- eignardeild sjóðsins greiðir ellilífeyrir, örorkulífeyrir og maka- og barnalífeyrir. Greiðsla í séreignardeild sjóðsins veitir góða viðbót við þau réttindi sem sameignardeild- in veitir. SÉREIGNARDEILD Séreignardeild sjóðsins hefur nú starfað í 2 ár. Á árinu 2000 námu iðgjöld til séreignardeildarinnar 201 milljón sem er aukning um 47% frá fyrra ári og nema eignir sjóðfélaga hennar í árslok 351 milljón. Ávöxtun séreign- ardeildarinnar nam 5,4% á liðnu ári sem svarar til 1,2% raunávöxtunar. EFNAHAGSREIKNINGUR 31.12.2000 í milljónum króna 2000 1999 Verðtryggð innlend skuldabréf 44.057 43.674 Sjóðfélagalán 11.337 8.515 Innlend hlutabréf 10.233 9.035 Erlend hlutabréf 19.256 14.319 Verðbréf samtals 84.883 75.543 Bankainnistæður 411 314 Eignarhluti í Húsi verslunarinnar 223 222 Rekstrarfjármunir og aðrar eignir 67 65 Skammtímakröfur 715 514 Skammtímaskuldir -612 -1.054 Hrein eign sameignardeild 85.336 75.459 Hrein eign séreignardeild 351 145 Samtals hrein eign 85.687 75.604 KENNITÖLUR 2000 1999 Raunávöxtun 1,2% 11,9% Hrein raunávöxtun 1,1% 11,8% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) 7,6% 8,8% Rekstrarkostnaður í % af iðgjöldum 1,12% 1,28% Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,08% 0,09% Lífeyrir í % af iðgjöldum 27,5% 28,9% Fjöldi greiðandi sjóðfélaga 40.309 37.427 Fjöldi lífeyrisþega 4.676 4.289 Fjöldi greiðandi fyrirtækja 5.341 5.027 Stöðugildi 21,3 21,3 EIGNIR UMFRAM SKULDBINDINGAR Tryggingafræðileg úttekt sem miðast við árslok 2000 sýnir að eignir nema 2,7 milljörðum umfram skuldbind- ingar. LÍFEYRISGREIÐSLUR OG VERÐTRYGGING LÍFEYRIS Á árinu 2000 nutu 4.985 lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna úr sjóðnum að fjárhæð 1.562 milljónir samanborið við 1.342 milljónir árið áður, en það er hækkun um 16%. Allar líf- eyrisgreiðslur sjóðsins eru verðtryggðar og taka mánað- arlega breytingum vísitölu neysluverðs. Elli-, örorku og makalífeyrisgreiðslur eru í réttu hlutfalli við þau iðgjöld sem sjóðfélagarnir greiddu til sjóðsins, þ.e. hærri iðgjöld gefa hærri lífeyri. LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUIMARMANNA Húsi verslunarinnar, 4. og 5. hæð Sími 580-4000, myndsendir 580-4099 Afgreiðslutími er frá kl. 8:30 - 16:30 Netfang: skrifstofa@live.is Heimasíða: www.live.is ÁRSFUNDUR Ársfundur sjóðsins verður haldinn mánudaginn 7. maí nk. kl. 17 í Gullteigi á Grand Hótel. Fundurinn verður nánar auglýstur síðar. Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2000 Víglundur Þorsteinsson, formaður Magnús L. Sveinsson, varaformaður Benedikt Kristjánsson Birgir R. Jónsson Guðmundur H. Garðarsson Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Kolbeinn Kristinsson Pétur A. Maack Forstjóri sjóðsins er Þorgeir Eyjólfsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.