Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 98
ljSH ,/HI/EIDO Inga Jónsdóttir snyrtifrœðingur, Kristján Sigmundsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar og Þórný Jónsdóttir markaðsstjóri. FV-mynd: Geir Olafsson. JAPANSKIR DflGflR ir leggja mikið upp úr heildrænum áhrifum og taka sér gjarnan langan tíma til að þróa hveija vöru svo hún verði sem næst fullkomin." Þórný segir Shiseido leggja um 2,6% af nettóveltu sinni í nýjar rann- sóknir en það sé einsdæmi og sýni betur en margt annað hvar áherslan liggi hjá fyrirtækinu. „Þeir vilja gera hlutina rétt þegar þeir gera þá,“ seg- ir hún. „Þeir leggja einnig mikla áherslu á sjónræna skynjun; að snyrtingin verði eins konar list. Þeir hafa samstarf við húðdeild Harvard University í Bandaríkjunum sem sér þeim fyrir öllum nýjustu upplýsing- um hvað húðrannsóknir varðar og notfæra sér það óspart.“ Kristján Sigmundsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar: Shiseido tengir líkama og huga Menn byrjuðu fýrir um það bil 10- 12 árum hér á landi að reyna að fá umboð fyrir Shiseido vörur og það má segja að forveri okkar, Klassík, hafi byrjað á því í kringum 1990,“ segir Kristján Sigmundsson, framkvæmda- stjóri Halldórs Jónssonar. „Yið keyptum Klassík 1994 og héldum áfram að reyna, ásamt ijölda annarra fýrirtækja, en loks komst skriður á umræðurnar 1996 og við skrifuðum undir samninginn í nóvember 1998. Þá höfðum við þurft að vinna heimavinnuna, gera markaðskönnun og sýna fram á hvernig við ætluðum að standa að því að selja vörurnar hér á landi.“ Shiseido er ijórða stærsta snyrtivörufyrirtæki í heiminum svo það er eftir nokkru að slægjast. Fyrirtækið er þekkt iyrir sér- stakar gæðavörur og áherslu á að tengja saman likama og huga. „Við sóttumst fyrst og fremst eftir gæðunum enda hafa vörur þeirra verið verðlaunaðar víða um heim,“ segir Þórný Jónsdóttir. „Þeir eru frumkvöðlar í gerð nýrra snyrtivara og nálgast í raun húðina á annan hátt en hinn hefðbundna, líta á hana miklu fremur sem líffæri. Þeir hafa náð miklum árangri hvað það varðar að setja saman efnaformúlur sem aðstoða húðina við að starfa eðlilega." Fullkomnun í hróun „Það hefur komið í ljós í könnunum að um 80% viðskiptavina Shiseido hafa kynnst merkinu á þann hátt að vinur eða vinkona hefur hrósað því og kynnt það en auglýs- ingar ekki verið ástæðan lyrir kaupunum," segir Inga Jónsdótt- ir snyrtifræðingur sem sér um sölu- og kynningu á Shiseido á Islandi. „Þannig má segja að fólk virðist hafa þörf fyrir að tala um rejmslu sína af merkinu og er það ef til vill ekki undaiJegt þar sem vörurnar eru iramleiddar með það fyrir augum að hafa einnig áhrif á skilningarvit fólks. Þær hafa ekki aðeins áhrif á húðina, heldur einnig aromatisk áhrif, róandi, slakandi eða örvandi eftir aðstæðum, og þetta skilar sér til neytenda. Japan- ísland góður markaður Kristján segir Japanina hafa hugsað sig vandlega um áður en þeir stofnuðu til viðskiptasam- bands við Halldór Jónsson en þegar ákvörðunin hafi verið tekin hafi samning- urinn verið til langs tíma. „Þeir eru heilir í því sem þeir gera og standa 100% að baki okkur varðandi snyrtivörurnar. Jap- anir taka sér alltaf tíma í það sem þeir gera og standa við sínar ákvarðanir. Markaðssetningin á Shiseido var svolítið öðruvísi en gengur og gerist því vörurn- ar voru fýrst settar á markað utan Japans, í Suður Evrópu, þ.e.a.s. á Italíu, síðan Mið Evrópu, þá Ameríku en Norður- löndin og Austur Ewópa ráku lestina. Til gamans má geta þess að ísland var sett á kortið áður en kom að Finnlandi, sem er þó miklu stærri markaður.“ Islenskur markaður er fremur lítill og því spurning hvað slíkt stórfyrirtæki sér við hann. „Það hefur komið þeim á óvart hvað salan hér er góð miðað við mannljölda,“ segir Inga. „Við erum með ákveðnar verslanir og notum verklegar kynningar mjög mikið því eitt af markmiðum fýrirtækisins er að viðskiptavinir fái að reyna vöruna áður en þeir kaupa hana og það kærir sig ekki um hraða sölu eða þrýsting á viðskipta- vini. Þeir komu hér til þess að skoða þær verslanir sem hafa leyfi til að selja vörurnar því þeir gera ákveðnar kröfur til þeirra." Lýtalaus huð Shiseido vörurnar eru flestar ætlaðar konum, en þó eru karlmenn vaxandi viðskiptavinahópur. Halldór Jónsson er með alla vörulínu merkisins og segir Inga að næsta nýjung verði litalína sem búin sé til með nýrri tækni sem byggist á því að brjóta niður ljósið, ná fram fegurð húð- arinnar og jafna litinn. „Hugmyndin er „lýtalaus húð“,“ segir hún. „Það verður spennandi að kynna þessar nýju vörur á ís- landi og sjá hver áhrif þeirra verða.“ SH Shiseido er jjóróa stærsta snyrti- vörufyrirtæki í heiminum, en Halldór Jónsson hefur umboö fyrirþaö hérálandi. Eftir Vigdísi Stefánsdóttur 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.