Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.01.2001, Qupperneq 44
SAMEINING FYRIRTÆKJfl Yfir erfiðan þröskuld að Stíga Það getur verið yfir talsverðan þröskuld að stíga að umbreyta gamalgrónum ljölskyldufyrir- tækjum í almenn fyrirtæki á markaði. Fyrir það fyrsta Jjölgar hluthöfum úr kannski tveimur til fimm í tvö til fimm hundruð. Sálrænt getur það einnig reynst erfitt fyrir fjölskyldur að horfa upp á áhrif sín dvína og sjá nýja hluthafa fá ítök í gömlu góðu fjöl- skyldufyrirtækjunum. Jafnframt koma til mjög strangar reglur um upplýsinga- og tilkynningaskyldu fyrirtækja á markaði gagn- vart hluthöfum og markaðnum öllum, nokkuð sem ekki þurfti að leiða hugann að á meðan fyrirtækið var lokað. Loks má benda á breytt viðhorf gagnvart arðgreiðslum. í lokuðum fyrirtækjum, sem eru í eigu tveggja til þriggja manna, er auðveldara fyrir eig- endur að koma sér saman um að greiða sér verulegt fé í formi arðgreiðslna en af þeim þurfa þeir að greiða 10% í fjár- magnstekjuskatt í stað yfir 40% tekjuskatt séu greiðslurnar í formi hefðbundinna launa. Vissulega er of mikið sagt að um frelsisskerðingu sé að ræða varðandi arðgreiðslur en þetta verð- ur allt mun stífara og formlegra þegar fyrirtæki eru komin á markað. Ekki verður bæði sleppt og haldið. Þeim verður ekki áffam stýrt eins og þau séu í eigu tveggja til þriggja manna held- ur verða stjórn og stjórnendur ekkert síður að taka tillit til litlu hluthafanna. Þeir eru í vinnu fyrir alla hluthafana þar sem jafnt gengur jÆr alla. Erlendis þykir mörgum eigendum tjölskyldufyr- irtækja þetta svo mikil breyting að þeir hreinlega hætta við að fara með fyrirtækin á markað. Vilja ekki stýra þeim undir hinum rnikla þrýstingi frá hlutabréfamarkaðnum. En hvers vegna eru flest lokuð fjölskyldufýrirtæki svo áfláð í að fara á markað? Svarið er þetta: Markaðurinn er yfirleitt talinn besta leið eigenda til að dreifa áhættunni og vera ekki með alla sína eign bundna í eina og sama fyrirtækinu. Það auðveldar líka þeim eigendum, sem vilja hverfa út úr fyrirtækinu, að selja hluta- bréf sín. Markaðurinn hefur ekki aðeins verðlagt hlutabréfaeign viðkomandi heldur fundið kaupendur í leiðinni. Auðvitað eru aðrar leiðir færar. Hægt er að selja fyrirtækið í einu lagi og losa sig að fullu út úr því. Benda má á að tveir aðaleigendur Ölgerð- arinnar Egils Skallagrímssonar, bræðurnir Jóhannes og Tómas Tómassynir, völdu þessa leið seint á síðasta ári. Þeir fengu flóra banka til að bjóða í fyrirtækið og seldu það síðan hæstbjóðanda. Auðvitað hefðu þeir getað farið með fyrirtækið fyrst út á almenn- an hlutabréfamarkað og útvatnað sinn hlut hægt og sígandi eða reynt að sameina Ölgerðina öðru fyrirtæki á markaði. Ranar má velta þvi fyrir sér hvort sú leið hefði ekki gefið þeim hærra verð þegar upp væri staðið. Þeir fóru hins vegar ekki í gegnum það brölt heldur ákváðu að selja fyrirtækið og yfirgefa það. Margt bendir til að þeir hafi selt það á hárréttum tíma miðað við stöð- una núna á hlutabréfamarkaðnum og háa vexti hjá bönkunum. Eigendur Thorarensen lyfja Thorarensen lyf eru í eigu fjög- urra tjölskyldna. Það varð til í sinni núverandi mynd árið 1996 þegar Stefán Thorarensen hf. og Lyf hf. voru sameinuð. Lytja- fyrirtækið Stefán Thorarensen var stofnað á lýðveldisárinu 1944 en Lyfvoru stofnuð árið 1971. Rótina að Stefán Thoraren- sen hf. má rekja til ársins 1919 þegar Stefán Thorarensen lyf- sali hóf rekstur Laugavegsapóteks og innflutning á lytjum. En árið 1944 skildi hann innflutning lyflanna að frá rekstri apóteks- ins og stofnaði utan um hann fyrirtækið Stefán Thorarensen hf. Thorarensen lyf eru í eigu þriggja dætra Stefáns, þeirra Svölu, Ölmu og Elínar, sem hver um sig á um 30% hlut, og Guð- mundar Hallgrímssonar, fyrrverandi eiganda L^dju, sem á 10% hlut. Þess má geta að Stefán Bjarnason, framkvæmdastjóri Thorarensen lytja, er sonur Ölmu og Bjarna Bjarnasonar, stjórnarformanns fyrirtækisins. Helslu eigendur Austurbakha Austurbakki var til skamms tíma hefðbundið fiölskyldufyrirtæki. Heildverslunin Austurbakki var stofnuð árið 1967 af Arna Arnasyni, föður Arna Þórs Arnasonar, núverandi framkvæmdastjóra. Það var árið 1983 sem þeir Árni Þór og mágur hans, Valdimar Olsen, fjármálastjóri fyrirtækisins, tóku við rekstrinum af Árna - sem í framhaldinu flutti út til Bandaríkj- anna. I desember árið 1999 tóku þeir Árni Þór og Valdimar fyrsta skrefið í áttina að opnun þess og buðu starfsmönnum og völdum flárfestum að kaupa í því. I fyrravor var fyrirtækið síðan skráð á Verðbréfáþingi. Eftír skráninguna sl. vor var hlutur Árni Þórs og Valdimars samanlagt um 67% í því. Við skráninguna á Verðbréfa- þingi var því lýst yfir í útboðslýsingu að Árni og Valdimar stefndu að því að minnka hlut sinn um 20% innan eins tíl tveggja ára þannig að þeir yrðu ekkert frekar með hreinan meirihluta þegar fram í sækti. Þetta var sett í útboðslýsinguna til að það væri á hreinu að þeir væru tilbúnir til að minnka við sig en væru ekki að yfirgeia fyr- irtækið sem þeir hafa byggt hratt upp á síðustu árum. Hið stóra „EF“ Það er alltaf gaman að velta fyrir sér orðinu „ef‘. Ef orðið hefði af sameiningu Thorarensen lytja og Austurbakka hefðu helstu hluthafar í hinu sameiginlega fyrirtæki orðið þess- ir: Alma Thorarensen, 17,4%, Elin Thorarensen, 17,4%, Svala Thorarensen, 17,4%, Árni Þór Árnason, 14,1%, Valdimar Olsen, 14,1%, Guðmundur Hallgrímsson, 5,8%, Gilding, 4,2%, Búnaðar- bankinn, 2,1%, og aðrir hluthafar Austurbakka 7,6%. Takið eftir að systurnar þijár og fjölskyldur þeirra hefðu eftir samrunann átt 52,2% í hinu sameiginlega fyrirtæki og þar með verið með meirihlutann í því og stjórnartaumana í hendi sér. Sá meirihluti hefði að vísu verið tæpur og smávægileg útvötnun á hlut þeirra hefði getað leitt til nýs meirihluta í fyrirtækinu, að minnsta kosti á pappírunum. En ef til vill breytir það engu. Stjórnarmönnum í fyrirtækjum er ætlað að hugsa jafnt um smáa sem stóra hluthafa. Fleiri fiskar í Sjónum Hvað um það. Spennandi ástarsambandi Austurbakka og Thorarensen lyfla er lokið. Það vakti upp marg- ar þarfar spurningar. Bæði fyrirtækin halda núna ótrauð áfram eftir sinni eigin stefnu. Það eru fleiri fiskar í sjónum, ekki satt? SH 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.