Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 75
SflLfl FflSTElGNfl fleira. Fólki þykir mjög þægilegt að geta hringt í einn mann sem er öllum hnútum kunnugur. Hann lætur vita af sér, biður fólk að hafa við sig samband ef það ætlar að selja eignir eða kaupa eða fréttir af einhveijum sem er í þeim hugleiðingum. Svo gengur hann í hús og kynnir sig, segir fólki hvað það get- ur hugsanlega fengið fyrir eignina ef það selur og skilur eftir nafnspjaldið sitt. Ef fólk hefur áhuga á að selja kemur hann með einkasamning sem gildir tímabundið, 3 til 6 mánuði, og skráir eignina hjá sér. Það þekkist ekki að eignir séu settar á skrá hjá fleiri en einum fasteignasala á sama tíma. Öllum fast- eignasölum á svæðinu er síðan boðið að sýna húsnæðið. Sölu- launin eru almennt 6% af söluverði og ef annar fasteignasali en sá sem hefur það á skrá hjá sér finnur kaupanda skipta við- komandi fasteignasalar sölulaununum til helminga. Fasteignasalinn ter með Það tíðkast ekki að sitja bara á sinni skrifstofu og senda hugsanlega kaupendur eina að skoða hús- in, heldur sjá sölumenn um að hafa samband við þann sem hefur eignina á skrá hjá sér og aka svo um með kaupendur og sýna þeim húsin. Það getur oft verið ævintýri að komast fram hjá varðhundinum, sem er einn heima um miðjan dag, en um- gengni við húsdýr er eitt af því sem sölumenn verða að læra því fólk vill skoða hús á öllum tímum dags og fasteignasalar hafa leyfi til þess að sýna húsin alveg fram á kvöld. „Þarna er einn munur á milli landa því hér þekkist víst varla að einn fasteignasali vísi á annan, sem hann veit að hef- ur ákveðið hús til sölu eða hús sem hentar kaupandanum, en það er algengt úti. Þjónustan er talsvert meiri þar líka. Fast- eignasalar auglýsa opið hús og eru þá á staðnum sjálfir, ef húsnæðið er autt þá leigja þeir gjarnan húsgögn til að setja inn í það og gera það heimilislegt. Þeir fara líka um húsið með eigandanum og benda honum á hvað megi betur fara og eyða jafnvel nokkrum tíma í að aðstoða hann við að gera hús- ið seljanlegra á einhvern hátt. Og, það sem kannski er mikilvægast, fasteignasalinn fer með væntanlegum kaupanda að skoða eftir að hafa valið úr því sem í boði er í samræmi við óskir kaupandans. Hann vel- ur vandlega úr og reynir að halda eftir eins fáum eignum og mögulegt er. Ekki eingöngu til að spara tíma sinn og kaup- andans, heldur einnig vegna þess að því færri eignir sem eru í boði, þegar búið er að velja, þvi meiri líkur eru á að viðkom- andi kaupandi kaupi í stað þess að finna sífellt fleira sem hann vill bæta við óskalistann eftir því sem hann skoðar fleiri hús. Hér á landi er fólki afhentur listi, oft mjög langur, og það vinnur þessa vinnu sjálft. Hefur jafnvel litla möguleika á því að vita hvernig íbúðin hentar því lýsingarnar eru stundum óljós- ar og passa jafnvel ekki. Þessi þjónusta, að sýna húsin við góðar aðstæður, fara með kaupandanum í góðum bíl og gera vel við hann með því að sigta fyrst út það sem ekki hentar honum og reyna að uppfýlla sem flestar óskir hans, borgar sig svo sannarlega." flllt að 95% lán til láylaunafolks Fasteignasalar í Bandaríkj- unum sjá líka um að meta kaupgetu viðskiptavinanna. Þetta er vinna sem bankarnir reiða algerlega af hendi hér á landi. Reyndar er hér um byrjunarmat að ræða, en það gefur fast- eignasalanum góða hugmynd um hversu stóra eign viðkom- andi kaupandi kemur til með að ráða við. Bankarnar sjá svo um endanlegt mat. Fasteignasalinn er með allar upplýsingar um eignirnar tiltækar, hvers konar lán eru hugsanleg á hana í viðbót og allt annað sem þarf til að geta veitt góða þjónustu. „Fasteignalánin eru misjöfn og miðast við tekjur viðkom- andi, hvort hann hefur verið hermaður, hversu lengi hann hefur verið í viðkomandi starfi og svo framvegis," segir Pét- ur. „Vextir í dag eru almennt um 8% og hæstu vextirnir eru á lengstu lánunum, en lánin geta verið tengd breytilegum markaðsvöxtum eða á föstum vöxtum. Hægt er að taka út húsnæðislán í allt að 40 ár. Láglaunafólk getur fengið lánað fyrir allt að 95% af kaupverði eignarinnar. Ef lánað er meira en 80% af kaupverði þarf lánsaðili að greiða lánstryggingagjald (mortgage insurance premium). Það er föst prósenta, sem miðast við upphæðina sem lánuð er. Þegar kaupandinn er svo búinn að eignast meira en 20% eign- arhlut (equity) er hægt að fella niður þann hluta mánaðar- greiðslunnar sem er tryggingagjaldið. Laun fasteignasala eru eingöngu prósentur af söluverði. Sölumaður skiptir sölulaunum af þeim eignum sem hann selur með skrifstofunni og eykst hlutfall hans eftir því sem heildar- salan eykst. Oftast byija nýir sölumenn með 40% af þeim sölu- launum sem koma í hlut fasteignasölunnar. Prósenturnar reiknast af heildarsölulaunum fasteignasölunnar en skrifstofan leggur til tölvuna, aðstöðuna, aðstoð við að útbúa kynningar- bæklinga og fleira sem viðkemur markaðssetningu og sölu.“ Samvinnan mætti vera meiri „Hér eru sölulaunin látin í sjóð og svo er greitt úr honum og kerfið ansi lokað, engin sam- vinna, heldur eingöngu samkeppni. Það er yfirleitt þannig að sá sem kemur með eignina selur hana. Mér fmnst mesti mun- urinn vera á þjónustunni og upplýsingaflæðinu, en það er mun auðveldara fyrir fasteignasala að afla sér upplýsinga um viðkomandi eignir í Bandarikjunum en hér á landi. Allt er lagt upp úr því að gera viðskiptin milli kaupenda og seljenda sem þægilegust, en oftast hittast hugsanlegir kaup- endur og seljendur ekki fýrr en kauptilboð hefur verið sam- þykkt. Sölumennirnir sjá alveg um alla upplýsingaöflun og viðkomandi pappírsvinnu, hver í sínu lagi, þar til kemur að undirskrift kaupsamnings, en þá taka lögfræðilegir aðilar við og ganga úr skugga um að allir eignaskiptasamningar séu á hreinu. Fulltrúi banka, eða annars lánsaðila, sér síðan um að allar upplýsingar um útistandandi lán standist og gengur síð- an frá samningi við kaupanda og sér um að koma endanlegri greiðslu til seljanda. Meiri þjónustu Fasteignamat ríkisins hefur allar upplýsing- ar um söluverð sem í Bandaríkjunum er hægt að fá á Netinu. Ég held að ef upplýsingaflæðinu væri ekki stjórnað af ríkis- bákninu væri hægt að veita viðskiptavinum betri þjónustu og tel að þessu mætti breyta.“ [H Frjálst flæði upplýsinga „Ég held að ef upplýsingaflæðinu væri ekki stjórnað af ríkisbákninu væri hægt að veita viðskiptavinum betri þjónustu og tel að þessu mætti breyta,“ segir Pátur Guðmundsson. 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.