Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 70
KRÍSUSTJÓRNUN OG FJðLMIÐLUN Mikilvægt er þó að kunna að greina á milli slæmrar um- flöllunar og krísu. Ef krísuáætlun er sett í gang eftir atburð sem ber aðeins að skilgreina sem slæma umfjöllun eykst hættan á enn meiri umfjöllun af sama toga. Það getur verið gott að muna að krísa er eitthvað sem raunverulega á sér stað á meðan slæm umfjöllun getur verið neikvæð frétt um ein- staka vöru eða fyrirtækið sjálft. Krísan hjá Snow Brand Milk í Japan Dæmi um krísu er þeg- ar 14.700 einstaklingar veiktust af matareitrun eftir að hafa drukkið léttmjólk frá Snow Brand Milk, stærsta mjólkurfram- leiðanda Japans síðastliðið sumar. I kjölfar krísunnar sagði forstjóri þess af sér ásamt sjö öðrum stjórnendum. Fyrirtæk- ið varð að skera vinnuafl sitt niður um 19% eða um 1.300 störf, og laun stjórnenda voru skorin niður um 30%. Snow Brand Milk horfir nú fram á tap í fyrsta skipti í 50 ár upp á um 38 milljarða króna, en fyrirtækið hafði búist við gróða upp á rúma 7 milljarða króna. Dæmi um óvæntan atburð er þegar gölluð vara fer út á neytendamarkað, kvartanir berast, fyrir- tækið bregst skjótt við og innkallar vöruna, biður viðskipta- vini sína velvirðingar og gefur haldbærar skýringar á atburð- inum, án þess að hann hafi náð athygli fjölmiðla. Ekkert fyrirtæki er ónæmt fyrir áföllum Það skiptir engu máli hversu vel skipulagðir og yfirvegaðir stjórnendur telja sig vera í daglegri umsýslu verkefna, utanaðkomandi atburðir geta skyndilega gert þá og íyrirtæki þeirra berskjaldað og varnarlaust. Ekkert íýrirtæki er ónæmt fýrir áföllum, hversu sterk sem flárhagsstaða þess er, hversu valdamikið það er eða hversu gott orðspor það hefur. Oft hunsa fýrirtæki aðvör- unarmerki um að krísa geti verið yfirvofandi og stundum eiga stjórnendurnir erfitt með að viðurkenna fyrir sjálfum sér að iýrirtæki þeirra standi hugsanlega frammi fyrir krísu. Þeir óttast að með því að viðurkenna það neyðist þeir til að setja spurningamerki við ágæti fýrirtækisins og jafnvel sína eigin fagmennsku. Mikilvægt er að stjórnendur vinni saman að því að þróa innra samskiptakerfi sem hægt er að grípa til ef áfall dynur yfir fýrirtækið og að hafa óvissuáætlun í bakhöndinni. Góð krísustjórnun felst því í að undirbúa fyrirtæki undir óvænta atburði, frekar en í viðbrögðum við þeim. Getur fréttamaðurinn unnið fréttina án mín? Árangursrík boðskipti í krísuástandi eru nauðsynlegur þáttur í góðri stjórnun þegar óvæntir atburðir koma upp. Fjölmiðlarnir eru varðhundar samfélagsins og dæma framferði fýrirtækja sem eru undir smásjá þegar krísuástand varir. Mikilvægt er að fyr- irtæki upplýsi alla aðila málsins beint og með skjótum hætti. Fyrirtæki ættu því að kappkosta að eiga sem besta samvinnu við fjölmiðla og aðstoða þá á allan hátt með því að vinna heimavinnu sína vel. Einstaklingur á rétt á því að svara ekki spurningum fjöl- miðla, en hafa verður í huga að gagnrýnendur munu án efa tjá fjölmiðlum skoðun sína með glöðu geði. Góð regla er að spyrja sjálfan sig: „Getur fréttamaðurinn unnið fréttina án mín?“ Yfirleitt er svarið jákvætt. I því tilfelli er farsælla að fara í viðtal og koma málflutningi fyrirtækisins á framfæri. Fáið nauðsynlegar staðreyndir á hreint og verið við því búin að svara, hvar, hverjir, hvernig, hvenær og hvers vegna? Verið einróma í málflutningi ykkar, jafnvel þótt talsmenn fyrirtækis- ins séu fleiri en einn. Annað getur leitt af sér óvissu, rugling og hle^t af stað slæmum orðrómi. Það ætti ekki að koma á óvart að á krísutímum er talsmaður fyrirtækisins ekki talin mjög áreiðanleg heimild. Gott er því að hafa nokkra óháða að- ila til taks með sérfræðiþekkingu á viðfangsefninu sem geta hlaupið undir bagga með honum. Undirbúningur fyrir viðtal við fréttamann Komdu vel undirbú- inn til leiks. Kynntu þér þann flölmiðil sem þú ert að fara í við- tal til. Undirbúningurinn er mismunandi eftir því hvort þú ert að fara í sjónvarp, útvarp eða blaðaviðtal því hver miðill er ólík- ur öðrum í eðli sínu og hefur ólíkar kröfur. Kynntu þér vinnu- brögð fréttamannsins til að hafa hugmynd um hverju megi eiga von á. Þá er mikilvægt að fylgjast vel með fréttum áður en farið er í viðtal til að vera vel að sér um þróun mála og til að vita hvað síðast var ijallað um í ijölmiðlum. Gott er að vera búinn að undirbúa tvo til þijá punkta sem þú vilt koma á framfæri þannig að viðtalið fari ekki út og suður. Þegar á viðtali stendur er mik- ilvægt að talsmaður tali út frá hagsmunum almennings, ekki fyrirtækisins, að hann tali á persónulegum nótum og að hann sýni þolendum samúð. Gott er að hafa í huga að orðum fylgja ábyrgð og því er ráðlegast að segja ekki meira en nauðsynlegt er og að vera ekki með yfirlýsingar ef þú vilt ekki að vitnað sé beint í þær. Byrjaðu á að tala um það mikilvægasta. Þú veist ekki hvenær þú verður „klipptur út“. Mundu að það er í lagi að segja: „Eg veit það ekki, en ég skal komast að því og hafa sam- band við ykkur um hæl.“ Ekki neita að svara (no comment), þá líturðu út lýrir að hafa eitthvað að fela. Segðu satt, jafnvel þótt sárt sé, og gefðu blaðamönnum þá mynd af þér að þú sért op- inn, heiðarlegur og aðgengilegur og að lokum, undirbúðu þig vel og æfðu þig fýrir mikilvæg viðtöl. Samræmd lögfræði- og fjölmiðlaráðgjöf Lögfræðingar eru í flestum krísuhópum í dag þvi áríðandi er að hafa samræmda lögfræði- og Ijölmiðlaráðgjöf. Mikilvægt er að velja sérfræð- inga sem hafa trúverðuga sérþekkingu og hæfni til að miðla lykilskilaboðum. Hafið ijölmiðlaráðgjafa með í ráðum þegar þið ákveðið aðgerð og hafið lögfræðing með í ráðum þegar þið gerið formlegar yfirlýsingar. Samvinna er öllum fyrir bestu. Einnig eru gríðarlegir möguleikar fólgnir í heimasíðu fyrirtækis. Með réttri notkun getur heimasíða fyrirtækis og innanhússnet þess orðið miðdepill árangursríkra samskipta. Krísuteymi, sem nota viðmiðunarreglur krísustjórnunar sem hjálpartæki við að undirbúa fyrirtæki sitt fyrir óvænta at- burði, mun, ef krísa kemur upp, vinna sig í gegnum vandann á skilvirkari hátt, því það fýrirtæki sem hefur óvissuáætlun til taks bregst skjótar við og stendur betur að vígi við að afstýra hættuástandi. En eins og áður sagði þá er það á valdi fyrir- tækjanna að stjórna því hvernig brugðist er við óvæntum at- burðum og í því sambandi er gott er að hafa í huga að Nói byggði Örkina áður en regnið hófst. S3 Matareitrun Dæmi um krísu er þegar 14.700 einstaklingar veiktust af matareitrun eftir að hafa drukkið léttmjólk frá Snow Brand Milk, stærsta mjólkurframleiðanda Japans síðastliðið sumar. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.