Frjáls verslun - 01.01.2001, Blaðsíða 86
Mitsubishi Paiero
riðja kynslóð Mitsubishi Pajero varfrumsýnd hér á landi á
liðnu ári og hlaut þessi vel búni jeppi strax frábærar móttök-
ur. Enn á ný er Pajero á undan með nýjungar, að þessu sinni
í frágangi grindar og burðarvirkis. Líkt og aðrir jeppar er Pajero
byggður á öfluga grind með sterkum þverbitum en hér hefur
hönnuðum Mitsubishi tekist að fella saman grind og burðarvirki
bílsins á þann veg að þetta myndar heildstæða yfirbyggingu með
mun lægri þyngdarpunkt en áður hefur sést í svona bílum. Þetta
hefur einnig aðra kosti í för með sér. Það er 30 millímetrum hærra
undir lægsta punkt á þessum bíl en á fyrirrennaranum, en
jafnframt er 50 millímetrum lægra uppstig í bílinn, sem gerir alla
umgengni um hann léttari.
Fjöðrunin er nú sjálfstæð á öllum hjólum sem eykur enn á
aksturseiginleikana og eiginleikar fjöðrunarinnar tryggja enn frek-
ar að hjólin haldi ávallt góðu veggripi.
Drifbúnaðurinn, sem byggir á Super Select-kerfinu, hefur verið
aðalsmerki Pajero en nú hefur það verið endurbætt enn frekar og
meðal annars hefur verið bætt við seigjutengsli sem sér sjálfvirkt
um að dreifa snúningsvæginu á milli fram- og afturhjóla - allt eftir
því hvernig akstursaðstæður eru hverju sinni.
Sjálfskiptingin í Pajero er einnig ný af nálinni. Hér er um að
ræða fimm þrepa, skynvædda sjálfskiptingu, INVECS-II, sem er
jafnframtmeð handskiptibúnaði.
Tvær gerðir eru í boði af Pajero, GLX og GLS. í GLX-gerðinni er
bíllinn vel búinn, drifbúnaður og flest tækniatriði eru þau sömu í
báðum gerðunum, en í GLS er meira lagt upp úr viðbótarþægind-
um og glæsileika. í GLS er leðuráklæði staðalbúnaður, rafstýrt
ökumannssæti og rafstýrð sóllúga.
Þrjár vélar eru í boði, tvær dísilvélar og ein öflug bensínvél. 2,5
lítra 100 hestafla dísilvél, ný 3,2ja lítra 4ra strokka dísilvél 165 hö
og 3,5 lítra V6 GDI bensínvél, 202 hestöfl.
Mitsubishi Pajero 5 hurða GLX er á verði frá kr. 3.395.000.